Verðbólgan i skuldaumræðunni

,,Hlutfall heimila í vanskilum vegna leigu eða lána árið 2004 var 9,4% sbr. 10,1% árið 2012. Með öðrum orðum var vandinn svipaður í góðæri, þegar kaupmáttur var þar að auki um 2% lægri en hann er í dag. Enginn talaði þá um slæmt ástand heimilanna og nauðsyn leiðréttingar."

Tilvitnunin hér að ofan er tekin úr samantekt Konráðs Guðjónssonar á staðreyndum um skuldaumræðuna. Konráð teflir þar fram tölfræðigögnum sem sýna allt aðra stöðu heimilanna en jafnan birtist í skuldaumræðunni.

Þessi hér er óneitanlega athyglisverð

Árið 2007 áttu 28,4% heimila erfitt með að ná endum saman og 29,8% gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum, á toppi góðærisins.

Ýkjur hávaðafólksins um stöðu heimilanna og meint vandræði af hruni skekkja umræðuna. Staðreyndin er sú að hluti íslenskra heimila er rekinn af óreiðufólki. Hvorki góðæri né hrun breytir þeirri staðreynd. Og að sturta peningum til óreiðufólks er eins og að moka sandi í botnlausa tunnu.


mbl.is Niðurfelling til umsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi leið er kolröng.Fyrir utan það að nota sparifé landsmanna til að rétta hlut lántaka er þetta flatur niðurskurður.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.4.2013 kl. 08:15

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll það vantar þó nokkuð inn í þessa umræðu. Vertryggingin er þrátt fyrir áróðurinn sem nú er í gagni ekki aðalvandamálið. Það er hins vegar auðvelt að blekkja með umræður um verðbólgu, þar sem svo margir skilja hvorki verðtryggingu eða verðbólgu.

Hluti af þeim sem eru í vanda nú hefðu orðið það hvort sem er, en það eru líka talsverður fjöldi sem er í vanda vegna minni atvinnu, lægri launa og hærri skatta. Vissulega var forsendubrestur. 

Þætti mjög vænt um ef þú breyttir kynningunni um þig yfir í ekki launþegi Jóns Ásgeirs, Baugur er löngu kominn úr hans eigu. 

Sigurður Þorsteinsson, 15.4.2013 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband