Sunnudagur, 14. apríl 2013
Samtök verslunar og þjónustu í stríði við landbúnaðinn
Tvískinnungur Samtaka verslunar og þjónustu birtist í því að samtökin krefjast þess að takmarkanir séu á raftækjum og fatnaði sem fólk tekur með sér frá útlöndum þar sem heilbrigð samkeppni tryggir lágt verð. Samtímis krefst verslunin að öll vernd landbúnaðarins verði felld niður.
Verslun á Íslandi stundar óguðlega álagningu sem stendur undir offjárfestingu og milljarðaarði verslunarinnar undanfarin ár.
Samtök verslunar og þjónustu ráðast ítrekað að landbúnaðinum og hafa valið að beina árásum sínum sérstaklega að framleiðendum svínakjöts og alifuglakjöts. Hugmyndin er að opna fyrir óheftan innflutning á hvítu kjöti frá útlöndum. Þegar sprunga er komin í stífluna mun annar kjötinnflutningur koma í kjölfarið.
Fyrr en varir er íslenskur landbúnaður rjúkandi rúst.
Saka verslunina að fara með rakalaust bull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sennilega rétt - ef þessi fullyrðing er rétt "samtökin krefjast þess að takmarkanir séu á raftækjum og fatnaði sem fólk tekur með sér frá útlöndum þar sem heilbrigð samkeppni tryggir lágt verð"
allavega er venjulegt fólk undir "járnhæl" bæði landbúnaðarins og versluninnar
Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 18:16
varðandi "frá útlöndum þar sem heilbrigð samkeppni tryggir lágt verð" - kom þetta ekki óvart hjá þér
Rafn Guðmundsson, 14.4.2013 kl. 18:17
Það sem er skemmtilegast við málflutning SVÞ er þetta með kjúklingana.
Allir íslendingar á faraldsfæti reyna að kaupa erlendis skattfrjálsar vörur allrahanda; fatnað, snyrtivörur, rafmagnstæki, hin og þessi "gismo" sem SVÞ flytur til landsins og selur hér.
SVÞ vill selja okkur ódýra kjúklinga!
Kolbrún Hilmars, 14.4.2013 kl. 20:29
Sæll Páll.
Réttast væri að setja í lög að verðmyndun allra vara sem til sölu eru úti í búð kæmi fram á umbúðunum. Ég er nokkuð viss um að SVÞ yrðu lítt hrifnir af því, þar sem þeir taka alltof stóran hluta til sín af endanlegu verði flestra vörutegunda... og það fyrir minnsta vinnuframlagið í ferlinu frá framleiðslu vörunnar þar til neytandinn hefur fengið hana í hendur.
Högni Elfar Gylfason, 14.4.2013 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.