Föstudagur, 12. apríl 2013
ASÍ: Össur er ójafnaðarmaður
Fríverslunarsamningur við Kína grefur undan samkeppnisstöðu íslensks vinnuafls og verðlaunar ofbeldisstjórn kínverska kommúnistaflokksins, segir ASÍ.
Össur utanríkis og Samfylkingin bera ábyrgð á þessum fríverslunarsamningi.
Samfylkingin þykist jafnaðarmannaflokkur en beinlínis stuðlar að ójöfnuði. Er Samfylkingin til nokkurs nýt?
ASÍ gagnrýnir samning við Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er nú vilji heimssýnar og forsetagarmsins. þið tróðuð þessu ofan í kok innbyggjara með ofbeldi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2013 kl. 18:01
Heimssýn stóð ekki að þessum samningi. Forsetinn ekki heldur.
Utanríkisráðherrann liggur undir grun - sem óneitanlega staðfestist þegar flokksformaður hans er einmitt staddur í Kína til þess að innsigla samninginn.
Við hin fáum auðvitað ekkert um það að vita hvernig téður samningur hljóðar.
Kolbrún Hilmars, 12.4.2013 kl. 18:39
Öfugmælum Össur mál sitt skreytir,
ósannsögli' og "hreinum" lygum beitir.
Sjálfstæðis hann frakkur rán vill fremja ....
Fyrr skal hann liggja' eða samvizkan hrína' og emja !
.... og horft til kosninga
Einatt nýtur Össur þess,
að ekkert rímar við nafnið það
sem hefur hann komið óorði á.
Hann gerður er út sem Esb-ess
og ætlar kannski að ríða í hlað
sem hetja, en þjóðin mun fæla hann frá
sjálfstæðis okkar æðstu ráðum,
og endir hans kemur bráðum, bráðum!
Jón Valur Jensson, 12.4.2013 kl. 22:06
... endir hans sem utanríkisráðherra Lýðveldisins Íslands sem hann þjónar EKKI.
Jón Valur Jensson, 12.4.2013 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.