ESB er framtíð sem ekki virkar

Evran er að tortíma Evrópusambandinu. Fimm lönd eru komin í gjörgæslu, það sjötta, Slóvenía, bætist brátt við á sjúkralistann. Og þó eru evru-löndin aðeins 17.

Evru-kreppan sýnir algeran skort á samstöðu í Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnunin lætur gera 80 blaðsíðna skýrslu sem segir Þjóðverja skulda Grikkjum ótalda milljarða evra vegna seinni heimsstyrjaldar - en líka þeirrar fyrri þótt ekki hafi Þjóðverjar kássast upp á Balkanskaga á þeim tíma.

Evrópusambandið verður æ uppteknara af því að halda sjálfu sér saman sem einni heild. Það er einkenni stórvelda að þau liðast í sundur á löngum tíma.


mbl.is Varar við efnahag Spánar og Slóveníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Björgunarpakka- þreytan er orðin ærin hjá þeim sem á að borga, Þýskalandi, á meðan niðurskurðar- óþolið magnast hjá skuldurunum, sem eru flestir aðrir.

Nú hefur andvirði um 760 þúsund milljarða króna frá hruni af skattpeningum fólks í ESB (um 39% af árs- þjóðarframleiðslu ESB) verið varið til þess að verja fjármálageirann, en staðan versnar samt hratt.

Frakkland gliðnar um saumana, enda fjárlagastjórinn sjálfur með peninga sína í skattaskjóli, langt í burtu frá skattpíningu draumasósíalismans þar.

Ívar Pálsson, 10.4.2013 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband