Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Árni Páll er ónýtur Samfylkingunni
Árni Páll átti að vera brú Samfylkingar í hægristjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þessir tveir flokkar mælast með 30 prósent fylgi samtals. Ef Framsóknarflokkurinn vill vinna til hægri mun hann ekki leita til hægrimannsins í samfylkingarkápunni heldur til Sjálfstæðisflokksins.
Samfylkingarfólk telur Katrínu Júlíusdóttur standa sig mun betur sem talsmaður flokksins en sitjandi formaður, Árni Páll Árnason. Egill Helgason gerir viðbrögð samfylkingarfólks að umræðuefni.
Í stjórnarskrármálinu á síðustu dögum þingsins kom fram að Árni Páll nýtur ekki trausts þingflokksins. Þegar fyrir liggur einnig fyrir að almennir flokksmenn eru óánægðir með Árna Pál er staða formannsins orðin býsna veik.
Í síðustu kosningum fékk Samfylkingin rúm 29 prósent fylgi. Samkvæmt skoðanakönnunum er flokkurinn núna með um 12 prósent stuðning.
Árn Páll hlýtur að hugsa sinn gang.Framsókn eykur forskotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó Egill Helga telji að Kata hafi verið sigurvegari þessa umræðuþáttar, þá er ekki víst að kjósendur séu honum sammála. Egill getur bara skila einu atkvæði í kassann þann 27.!
Um skoðanakönnun DV þarf vart að ræða. Hún er jafn traustvekjandi og útrásarvíkingarnir.
Gunnar Heiðarsson, 10.4.2013 kl. 08:24
Grafskrift krata; Gerðu framsókn að stærsta flokk landsins...
Guðmundur Böðvarsson, 10.4.2013 kl. 08:46
Ég gat ekki séð þessa góðu frammistöðu Katrínar Júl, né nafna hennar Jakobsdóttir, hún var að gretta sig og geifla meðan Jón Bjarna var að tala, eins og smákrakki.
Hin stóð eins og illa gerður hlutur þegar verið var að benda henni á að hún gæti ekki tekið upp evru fyrr en eftir áratug eða svo.
Sá sem stóð sig best að mínu mati var Þórður Björn, rökfastur og með lausnir.
Guðmundur fékk að mala um ekki neitt án þess að stjórnendur hreyfðu við honum, þó þeir tækju alla aðra fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2013 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.