Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Forsetakosningarnar undanfari sóknar Framsóknarflokksins
Í forsetakosningunum fyrir ári var grunnurinn lagður að stórsókn Framsóknarflokksins, sem að óbreyttu gerir flokkinn þann stærsta á alþingi. Í forsetakosningunum tókust á tvö meginöfl í íslensku samfélagi undanfarinna áratuga.
Í einn stað SS-bandalagið, sem telja ESB-sinnaða ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar besta kostinn í stjórnmálum. Frambjóðandi þessa hóps var Þóra Arnórsdóttir.
Í annan stað lýðveldisflokkurinn þar sem fullveldið er talinn hornsteinn hagsældar Íslands. Endurnýjaður Framsóknarflokkur er hryggstykkið í lýðveldisflokknum en liðstyrkur kemur einnig úr VG og sérstaklega þó Sjálfstæðisflokknum.
Ólafur Ragnar Grímsson var frambjóðandi lýðveldisflokksins sl. sumar. Hann fékk 53 prósent atkvæðanna en frambjóðandi SS-bandalagsins hlaut stuðning þriðjungs kjósenda.
Fylgi Framsóknarflokksins er engin tilviljun.
Athugasemdir
Sjálfstæðismenn allir sem einn, komið heim, öflugur Sjálfstæðisflokkur er eina vonin. Náum okkar 35% og stýrum landinu. Ekkert vinstra rugl með Framsókn.
X-D kveðja.
Guðmundur Jónsson, 9.4.2013 kl. 11:24
GJ: Þetta er spurning um skilgreiningu. Þeir sem vilja styðja við venjulegu heimilin í landinu og almenning hafa séð að þann stuðning er ekki að fá í stefnu Sjálfstæðsflokksins núna og forhertri og stjórnlausri nýfrjálshyggju. Hann slær skjaldborg sinni fyrst og fremst um afmarkaðan hóp landsmanna.
Kjósendur hafa verið að átta sig á þessu undanfarið.
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að stefnumál flokksins hafi ekki náð eyrum fólks.
Ég held að þau hafi einmitt loksins gert það og ljós runnið upp fyrir þorra þess almennings sem hingað til hefur talið sig styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Að svo búnu hefur þessi hluti almennings kastað af sér merkimiða Sjálfstæðisflokksins eðli málsins samkvæmt og snúið sér þangað sem raunverulega er verið að berjast fyrir hag almennra heimila: Framsóknarflokksins. Fylkt sér um stefnumál hans sem þar eru efst á blaði í forgangi.
Í Framsóknarflokknum er að finna sterkasta og raunhæfasta aflið til að vinna að þessum þjóðþrifamálum fyrir hag heimilanna,
að koma til móts við heimili sem fóru illa út úr stökkbreytinum verðtryggðra lána frá hrunárinu 2008 og
að afnema verðtryggingu á neytendalánum eins fljótt og verða má með löglegum hætti.
Kristinn Snævar Jónsson, 10.4.2013 kl. 12:09
GJ: Þetta er spurning um skilgreiningu. Þeir sem vilja styðja við venjulegu heimilin í landinu og almenning hafa séð að þann stuðning er ekki að fá í stefnu Sjálfstæðsflokksins núna og forhertri og stjórnlausri nýfrjálshyggju. Hann slær skjaldborg sinni fyrst og fremst um afmarkaðan hóp landsmanna.
Kjósendur hafa verið að átta sig á þessu undanfarið.
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að stefnumál flokksins hafi ekki náð eyrum fólks.
Ég held að þau hafi einmitt loksins gert það og ljós runnið upp fyrir þorra þess almennings sem hingað til hefur talið sig styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Að svo búnu hefur þessi hluti almennings kastað af sér merkimiða Sjálfstæðisflokksins eðli málsins samkvæmt og snúið sér þangað sem raunverulega er verið að berjast fyrir hag almennra heimila: Framsóknarflokksins. Fylkt sér um stefnumál hans sem þar eru efst á blaði í forgangi.
Í Framsóknarflokknum er að finna sterkasta og raunhæfasta aflið til að vinna að þessum þjóðþrifamálum fyrir hag heimilanna, að koma til móts við heimili sem fóru illa út úr stökkbreytinum verðtryggðra lána frá hrunárinu 2008 og að afnema verðtryggingu á neytendalánum eins fljótt og verða má með löglegum hætti.
Kristinn Snævar Jónsson, 10.4.2013 kl. 12:40
(afsakið, en athugasemd mín birtist ekki til að byrja með og hefur því farið inn tvisvar; Hún átti bara að fara inn einu sinni)
Kristinn Snævar Jónsson, 10.4.2013 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.