Sunnudagur, 7. apríl 2013
Leynifundur í ráðuneyti: Jón Bjarna skotmark
Jón Bjarnason stöðvaði aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið með því að neita kröfum ESB um breytingar á landbúnaðarkerfinu. Þetta sagði Stefán Haukur Jóhannesson á sérstökum fundi ESB-sinna í utanríkisráðuneytinu fyrir nokkrum dögum.
Stefán Haukur er aðalsamningarmaður Íslands við ESB. Hann boðaði þekkta ESB-sinna á fundinn til að fara yfir stöðu ESB-umsóknarinnar og útbýta áróðurspunktum í yfirstandandi kosningabaráttu. Meðal þess sem Stefán Haukur sagði var að Ísland myndi frá undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB.
Um 40 til 50 manns sátu fundinn.
Aðeins einn stjórnmálaflokkur berst fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, Samfylkingin, sem mælist með 9,5 prósent fylgi.
Það er fáheyrt að embættismaður beiti sér í pólitískri umræðu með þeim hætti sem Stefán Haukur gerir.
Athugasemdir
þetta er örugglega rétt
"Jón Bjarnason stöðvaði aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið með því að neita kröfum ESB um breytingar á landbúnaðarkerfinu"
þess vegna finnst mér svolítið skrýtið að heira NEI sinna kvarta fyrir því hve lengi þessar viðræður hafi verið í gangi.
Rafn Guðmundsson, 7.4.2013 kl. 16:48
Íslendingar þurfa ekki undanþágur, eigandi þessar auðlindir.Því skyldu þeir/við afhenda útlendingum gullgæsina,sem stendur undir velferðinni og sjálfstæðinu.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2013 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.