Föstudagur, 5. apríl 2013
80 prósent heimila í lagi
Lífskjarakönnun Hagstofunnar staðfestir að allur meginþorri íslenskra heimila er í lagi með sinn rekstur. Enda er sama og ekkert atvinnuleysi og Hæstiréttur skar úr snörunni gjaldeyrislánafólkið.
Um tíu prósent heimila er í óreiðustandi og önnur tíu prósent í einhverjum vandræðum. Hvort heldur í góðæri eða hallæri er tíunda hvert heimili ávallt í ruglinu.
Lærdómurinn af lífskjarakönnuninni er að Íslendingar almennt og yfirleitt hafa það býsna gott.
48,2% ná vart endum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eitthvað bogið við þessa könnun. Annarvegar sýnir hún að ástandið sé bara nokkuð gott, en hinsvegar að rétt um helmingur þjóðarinnar nær vart endum saman við hver mánaðarmót.
Einhvernveginn fæ ég ekki alveg skilið þetta ósamræmi.
Gunnar Heiðarsson, 5.4.2013 kl. 11:12
Ég verð að segja það sama og síðasti ræðumaður.En ertu þá að segja að sjálfstæðisflokkur,Framsókn og Hægri Grænir (Og sennilega fleiri)geti bara hætt við að beita þessum töfrabrögðum ef þeir komast til valda.það væri nú ágætis lausn á töfrabragðavandanum.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.4.2013 kl. 12:47
Þetta er ekki bara spurning um hvort fólk sé í vandræðum. Margir hafa misst allt eigið fé í húsnæði sínu þótt þeir ráði við að halda áfram að borga. Raunar tapa þeir sem höguðu sér varfærnislega að jafnaði mestu því þeir áttu eitthvað í húsnæðinu fyrir hrun og ráða frekar við aukna greiðslubyrði.
Það má halda því fram að það sé ekki réttlátt að þegar fjármálastofnanir setja hagkerfið á hliðina þá fái þeir sem eiga kröfur á þessar sömu fjármálastofnanir að kreista allt úr fólki sem það getur borgað.
Menn eru (þetta snýr reyndar ekki beint að efni færslunnar) að snúa málinu vitlaust þegar þeir láta eins og það snúist fyrst og fremst um tækniatriði, gera sér jafnvel upp heimsku og tala um takmörk mannlegs máttar eins og fjármálakerfið sé náttúrufyrirbæri en ekki manngert. Málið snýst um það hvort sanngjörn og réttlát lög gildi í landinu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 13:49
Sammála þér Hans.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.4.2013 kl. 15:15
Það er spurning hvernig þetta er fundið út?
Það er staðreynd að almenningur hefur verið tryggari við bankaræningja, (sem innheimta ólögleg lán eins og ekkert sé sjálfsagðara), frekar en að leyfa sér sjálfsagðan hollustumat og fleira sem telst til nauðsynja.
Það er ekki nóg að borga bankanum allt sem hann heimtar, ef matseðill mánaðarins er hafragrautur í flest mál. Þótt hafragrautur sé bráðhollur með öðru, þá hefur hann ekki öll næringarefnin sem þarf til að halda heilsu.
Heilsan gefur sig fljótt með svo einhæfri fæðu, og það ætti vel menntuð þjóð að vita! Og svo er álagið að sliga heilbrigðisstarfsfólkið? Hver tekur við, þegar heilbrigðisfólkið ræður ekki lengur við álagið?
Mig grunar að ekki sé allt tekið með í reikningsdæmið, og peninga-valdstjórnarklíkan áratugagamla standi á bak við tjöldin með svipuna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2013 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.