Benedikt Jóh: Davíð ber ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins

Helsti talsmaður ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum, Benedikt Jóhannesson, segir Davíð Oddsson bera ábyrgð á fylgistapi Sjálfstæðisflokksins.

Benedikt, sem bæði fyrir þingkosningarnar 2009 og kosningarnar núna í apríl stendur fyrir auglýsingaherferð í þágu ESB-umsóknar Samfylkingar, skrifar á vefsvæði útgáfu sinnar, Heims, ádrepu um stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Rök Benedikts fyrir ábyrgð Davíðs eru skrif um Evrópumál í Morgunblaðið. Orðrétt segir Benedikt

Kjósendur telja að hið raunverulega vald liggi ekki hjá flokksforystunni. Morgunblaðið er haldið þráhyggju um Evrópusambandið og skrifar um það hvern leiðarann á fætur öðrum, þegar af nógu er að taka í afleitri stjórnarstefnu undanfarinna ára. Þegar blaðið ákvað að breyta um ritstjórnarstefnu missti það um fjórðung lesenda. Engin ástæða er til þess að ætla að hún höfði frekar til kjósenda en lesenda. 

Þeir sem eitthvað þekkja til útgáfumála vita að áhrif dagblaða meðal almennings eru í hlutfalli við útbreiðslu. En Benedikt er hér með nýja kenningu: Eftir því sem útbreiðsla fjölmiðils minnkar þá aukast áhrifin meðal almennings.

Hvað heita aftur tímaritin sem Benedikt gefur út?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Stórbrotið hjá Páli.

Ef hræðsluáróðurinn og rógur gegn Bjarna Benediktsyni fá ekki nógu góðan hljómgrunn, þá er þrautarlendingin að klaga: Þeir kenna Davíð um fylgishrun..

Gvööð..hvað ætli Davíð segi nú við þessu ?

Auðvitað á Davíð megin sök á fylgishruni Hrunflokksins. Verst þó fyrir Pál hvað áhrif hans fara þverrandi innan sérhagsmunaklíkunnar.

Held að flestum hægrimönnum geðjist minna og minna harðlínu frjálshyggju öfgarnar eins og jafnan birtast hjá síðuhafa.

Þannig fólk er hægt en örugglega að einangrast.

hilmar jónsson, 3.4.2013 kl. 07:53

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski Benedikt ætti að líta sér nær, þegar hann reynir að skilgreina tap Sjálfstæðisflokks.

Það skyldi þó aldrei vera að hinn almenni kjósandi hafi farið að hugsa sig um, þegar Benedikt og fleiri, sem taldir eru málsmetandi innan þessa flokks, hófu að skrifa hverja greinina af annari í fjölmiðla, þar sem þeir gagnrýndu lýðræðislegar ákvarðanir landsfundar? Þegar þessir menn sem taldir eru til eigendaklíku flokksins fóru sjálfir að níða hann í fjölmiðlum?

Það er varla til að auka gildi flokksins meðal kjósenda, þegar ákvarðanir landsfundar eru þannig tættar niður af eigendaklíkunni!

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2013 kl. 09:26

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Andskotans rugl er þetta i honum Benedikt. Hann er sýktur af sömu pest og Samfylkingin, þ.e. Davids heilkenninu. Ef Sjálfstæðismenn eru að flykkjast til Framsoknar er það vegna gullsins sem Sigmundur ætlar að ausa ut af örlæti sinu ekki vegna ESB loforða.

ESB virðist hafa þau áhrif a trúaða að þurrka ut alla rökhugsun. Benedikt fer ekki varhluta af þvi.

Ragnhildur Kolka, 3.4.2013 kl. 10:50

4 Smámynd: K.H.S.

Við færum okkur tímabundið yfir á Framsókn þar sem við treystum ekki forystunni í ESB málum. Bjarni og Illugi eru báðir ESB sinnar og Hanna Birna sem var eina vonin fór að draga í land með að loka ESB áróðurssetrinu. Það fyllti mælinn.

Bjarni klikkaði í Icesave og Stjórnlagaráðsruglinu.

Ný forusta fyrir þarnæstu kosningar og aldrei að vita nema við komim tilbaka. Samfylkingamerðirnir reyna að snúa þessu á haus og njóta til þess aðstoðar RUV DV og Kærujónssneplanna allra.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:15

5 Smámynd: K.H.S.

Það mætti benda Benedict flokksandremmu á að ef Davíð sneri til baka næði flokkurinn einn og sér meirihluta.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:17

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú væri rétti tíminn hjá Davíð að snúa aftur. Þeir eru farnir að skjálfa því þeim er lífsnauðsin að komast í klúbbinn áður en,,,, Eitthvað er það annað en ættjörðin sem liggur þeim þungt á hjarta.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2013 kl. 12:23

7 Smámynd: Sólbjörg

Tek svo innilega undir með ykkur fylgistap XD er eingöngu vegna undirliggjandi daðurs forystunnar við ESB og hýru auga er rennt til samstarfs með Samfylkingunni. Kosningarnar í ár fjalla um traust því hefur minnsti vafi eða margræðnar yfirlýsingar í ESB málum fælt sanna sjálfstæðismenn frá flokknum. Við vitum öll að xD getur stjórnað og komið hagkerfinu í gang. Vil gjarnan sjá Sjálfstæðismenn, Framsókn og hægri græna saman í stjórn.

Sólbjörg, 3.4.2013 kl. 13:22

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hahaha það er alveg ótrúlegt hve margir innbyggjar hérna uppi í fásinni eru miklir öfga-kjánaþjóðrembingar.

Er nefnilega alveg ótrúlegt.

Jú jú, hefur eitthvað skemmtanagildi og sona - en í raun er slíkur rembingur aldrei gamanmál. Sem dæmin sanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2013 kl. 17:21

9 Smámynd: Elle_

Fylgið við endurnýjaða Framsóknarflokks með Gunnari Braga, Sigurði Inga, Vigdísi, og undir stjórn Sigmundar, stjórjókst væntanlega vegna þess að þau stóðu allan tímann eins og klettur gegn ESB-fáráðinu og Evrópustofumálinu, og ICESAVE.  Og skuldamálunum.

Og Benedikt Jóhannesson heldur að Morgunblaðið sé haldið þráhyggju?  Væri ekki nær að hann liti á eigin öfgusnúna þráhyggju? 

Elle_, 5.4.2013 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband