Þriðjudagur, 2. apríl 2013
Fullveldið er stóra málið, bjáninn þinn
,,It's the economy, stupid," er orðskviða sem kosningastjóri Bill Clinton gerði fræga árið 1992. James Carville lamdi starfsmenn framboðsins í hausinn með þessari setningu til að þeir gleymdu ekki kjarnaatriðinu.
Forysta Sjálfstæðisflokksins fattaði ekki að fullveldið er meginmálið í þessari kosningabaráttu. Framsóknarflokkurinn er með fullveldismálin á hreinu og uppsker samkvæmt því.
Botnlaust dómgreindarleysi Bjarna Benediktssonar, þegar hann hlustaði á frænda sinn Benedikt Jóhannesson foringja litlu klíku ESB-sinna í flokknum, og deyfði andstöðu flokksins við ESB-umsóknina er enn staðfest.
Stórflótti kjósenda frá Sjálfstæðisflokknum til Framsóknarflokks er vegna fullveldismála. Þar er Framsóknarflokkurinn trúverðugur en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki trausts.
Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðismenn tapa mest á að hafa ekki hafnað Bjarn Ben og kosið Hönnu Birnu.
Birgir Örn Guðjónsson, 2.4.2013 kl. 18:46
Bjarni er ágætur.
hilmar jónsson, 2.4.2013 kl. 21:46
þetta held ég að sé ekki rétt hjá þér - frekar held ég að harðlínumenn eins og þú t.d. fæli menn frá flokknum.
Rafn Guðmundsson, 2.4.2013 kl. 22:47
Öllu skaltu snúa á haus Páll, það var einmitt harðlínuafstaða landsfundarins og "fullveldiskjaftæðið" sem er að ýta fólki frá Sjálfstæðisflokknum.
Hvumpinn, 3.4.2013 kl. 05:54
Hvumpinn. Merðir samfylkingarinnar eru sìst til þess fallnir að skýra flótta okkar sannra Sjálfstæðismanna yfir á Framsókn í bili. Það skaltu láta okkur sjálfa um. ESB stefnufesta Framsóknar er þar efst á blaði, s,iðan kemur viljinn til að gera eitthvað fyri fólk í verulegum kröggum ogStaðfestan í Icesave málinu. Landsfundurinn hefur ekkert með þetta að gera að öðru leiti en því, að Hanna Birna missteig sig er hún sagði að á lyktun um lokun erópuáróðurssetursins væri to much. Við treystum ekki forystunni til að ganga ekki í lið með erkióvininum Samfylkingunni eins og þvî miður varð eftir næstsíðustu kosningar. Illu heilli.
K.H.S., 3.4.2013 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.