Þriðjudagur, 2. apríl 2013
Steingrímur J. og þjóðarskömmin
Fyrrum landlæknir skrifar eftirfarandi
Sagt er að 50 milljarða hafi þurft til að bjarga Byr og SpKef, sem er ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfi til að byggja nýtt hús fyrir spítalann.
Steingrímur J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra stjórnaði Byr og SpKef úr ráðuneytinu í nokkur misseri með þessum líka ömurlega árangri.
Einfaldlega þjóðarskömm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er til hellingur af ónotuðu húsnæði í Borgarspítalanum. Það vantar fólk, það vantar að endurnýja tæki, það vantar að halda við því húsnæði sem er til. Miklar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu vegna skorts á viðhaldi.
Að áætla að aðeins þurfi 50 milljarða í nýja spítalann er mikið vanmat. Þá er miklu sleppt. Ég hef séð þessa 50 milljarða áætlun. En ég hef líka séð áætlun upp á 85 milljarða.
Sparnaðurinn sem á að fást við nýbyggingarnar felst í því að hafa alla starfsemi í Reykjavík. Það á að vera svo mikið hagræði af því að hafa allt á sama stað. Hvað um þjónustu við dreifbýlið? Ferðakostnað allra sjúklinga?
Jörundur Þórðarson, 2.4.2013 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.