Fákeppni í verslun, offjárfesting og verðsamráð

Samtök verslunar og þjónustu boða samræmda álagningu og verðsamráð, sem brýtur í bága við samkeppnislög. Sömu samtök telja offjárfestingu í verslunarhúsnæði undanfarin ár ekkert hafa með óguðlega álagningu verslunarinnar að gera.

Fákeppni í verslunarrekstri er meinsemd sem verður að taka alvarlega. Stjórnvöld ættu að auðvelda netverslun og stórauka heimildir ferðamanna að taka með sér varning inn í landið.

Í dagvöruverslun veitir ekki af virku verðeftirliti þar sem fákeppnisverslunin leitast stöðugt við að hámarka hagnað sinn á kostnað neytenda.


mbl.is „Það varð allt vitlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt - þess vegna þurfum við í stærra samfélag (t.d. esb)

Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 18:17

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Rangt Rafn- Þessvegna þurfum við virkara eftirlit með þessari starfsemi sem verslunareigendur hafa. Inní ESB höfum við ekkert að gera, allavega sem slökkviliðsmaður segi ég að það sé vissara að bjarga fólki frá því að fara inní brennandi hús (ESB)...

Ef menn hinsvegar vilja vera þar inni þá ættu þeir að flytja þangað ekki reyna að þvinga okkur hin til að fara inn...

Gleðilega páska á hinu frjálsa Íslandi sem er ekki ESB ríki... :)

Ólafur Björn Ólafsson, 30.3.2013 kl. 19:13

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það eru nú ekki allir sammála því að esb sé brennandi hús

Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 20:10

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með Ólafi Birni Ólafssyni.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2013 kl. 20:58

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hvernig væri nú að menn litu á vefsíðuna - fullveldisflokkurinn.is -

Ef til vill er þar að finna eitthvað sem fólk er að leita eftir.

Tryggvi Helgason, 30.3.2013 kl. 21:35

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Líst vel á þetta með netverslunina.En átta mig ekki á þessari ESB tillögu Rafns.Heldurðu Rafn að ef við göngum í ESB að það aukist eitthvað samkeppni hér við það.Hvað ertu að meina?Þú þarft eftir sem áður að fara út til að versla.Skil ekki alveg ykkur ESB sinnana.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.3.2013 kl. 21:51

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Jósef - það er nú svolítið til sem heitir internetið og ef engir tollar/vernd er við esb lönd er lítið mál að ná fram samkeppni

Rafn Guðmundsson, 30.3.2013 kl. 22:36

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef það er svo mikil fákeppni í verslun og allir að okra og verslunarstjórinn græðir á tá og fingir... afhverju opnar þú þá ekki eitt stk verslun og græðir milljarða?

NEI... kannski er þetta bara eintóm þvæla hjá þér.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 01:22

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rafn við erum nú einmitt að tala um internetið,ertu ekkert að fylgjast með umræðunni.Og stjórvöld geta hvenær sem er fellt út tollar/vernd gagnvart ESB,heldurðu að ESB hafi eitthvað á móti því .Af hverju hafa engar ríkisstjórnir undanfarinna ára gert það.Varðandi síðustu færslu Sleggjan og Hvellurinn,þá er að sjálfsögðu fákeppni í verslun og ekki gott við það að eiga varðandi matvöruna en vetverslun með annað á allan rétt á sér og ekkert nema gott um það að segja.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2013 kl. 07:53

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú segir að það er fákeppni í verslun.

Hvar er þá samkeppni á Íslandi?

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 11:56

11 Smámynd: Sólbjörg

Matur kostar mismikið eftir gæðum hér á landi sem og í evrópusambandinu. Matarverð á matvörum hér mun ekkert lækka við aðild. Nautalundir voru lækkaðar í Melabúðinni í einn klukkutíma það segir okkur samt ekkert hvernig verðið yrði hér á landi við aðild í ESB.

Í Svíþjóð í Saluahallen sem verslar með gott kjöt kostar kilóverð af ameríksku nautakjöti þann 20.10. 2012 skr. 699 umreiknað í íslenskar tæpar kr. 14.000 kílóið. Venjulegt verð á sænskum nautalundum er skr. 250 til 400.' sem er umreiknað í ískr. 5000 - 8000, það er sama verð og á nautalundum hér á Íslandi. Þannig er með flestar aðrar matvörur, verð mun líklega ekki lækka neitt við aðild.

skvallerbloggens.se/wp-content/uploads/2012/10/oxfile-blondinbella.jpg

Sólbjörg, 31.3.2013 kl. 18:18

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við afnám tolla mun verð lækka.

Menn sem skilja lágmar í rekstrarhagfræði ætti að vita þetta.

En það eru náttla ekki allir sem eru með þá þekkingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 18:26

13 Smámynd: Sólbjörg

Matvara sem kostar x margar krónur út úr verslun í heimalandi sínu þar sem varan er framleidd verður ekkert ódýrari þó hún sé flutt tollfrjáls til annars lands og seld þar.

En það eru ekki náttúrulega ekki allir gæddir því skyni að skilja það.

Sólbjörg, 31.3.2013 kl. 18:57

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við borgum ekki sænska tolla og sænskan virðisaukaskatt

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 21:38

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef matvörur erlendis verða alltaf dýrari hér á Íslandi. Afhverju óttast þú þá inngöngu í ESB og telur það rústa landbúnaðarkerfinu?

Tvískynnungirinn er svakalegur. Ég er ekki viss um að þú skilur sjálf um hvað þú ert að tala.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2013 kl. 21:39

16 Smámynd: Sólbjörg

Útúrsnúningar og rugl er þetta, hef ekki minnst orði á neina rústun á landbúnaðarkerfinu, minntist ekkert á að allar erlendar mötvörur yrðu dýrari hér. Þú skáldar mikið og átt að auki fullti í fangi með eigin forsenduskilning. Það eru tvær forsendur í sömu grein, þar sem líka er fjallað um amerískar innfluttar nautalundir og verð á þeim..

Það eru engir tollar og virðisauki á vöru sem fluttar á milli aðildarlanda á innlendri framleiðslu viðkomandi landa. Innflutningslandið leggur sjálft á virðisauka það hlýtur þú að vita. En það er ljóst að matvöruverð í nágrannalöndum okkar sem eru í ESB er síst lægra en hér ef greitt með okkar gengi. Um það þarf ekki að deila. Beygingarháttí íslenskri tungu ættir þú að kynna þér betur.

Sólbjörg, 1.4.2013 kl. 06:43

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar menn þora ekki að tæla málefnið þá ferður að pönkast í málfar og stafsetningu.

Vel gert gert

Sleggjan og Hvellurinn, 1.4.2013 kl. 10:55

18 Smámynd: Sólbjörg

Minntist ekkert á málfar og stafsetningu sem er ekki það sama og beygingaháttur. Sem börn erum við öll leiðrétt af mikilli elju ef við beygjum viltlaust, leitt að þú tekur því sem afvegaleiðingu.

En þar fyrir utan átt þú erfitt með að halda þig við staðreyndir í umræðunni hér og ert samt hagfræðingur eða það skildist mér af skrifum þínum. Læt þetta gott heita og góða rest af páskahelginni.

Sólbjörg, 1.4.2013 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband