Miðvikudagur, 27. mars 2013
ESB refsar smáþjóðum
Evrópusambandið tekur sérstaklega hart á smáþjóðum sem lenda í efnahagsþrengingum. Óhugsandi er að stórir bankar í Frakkland eða Þýskalandi sættu sömu meðferð og kýpverskir bankar, þar sem eignarnám var gert hjá innistæðueigendum.
Jeremy Warner í Telegraph segir að eignarnámið á innistæðum í kýpverskum bönkum muni stórauka fjármangsflótta frá jaðarríkjum evru-samstarfsins til skjólbetri banka í Þýskalandi, Hollandi og Austurríki.
If uninsured deposits in smallish banks in peripheral eurozone economies are at risk, you'd be mad to put your money there unless compensated by a very high interest rates. As a consequence, money is going to get sucked out of the peripheral economies into the safer, core economies where the too big to fail rule still holds true.
Kreppa jaðarríkjanna mun dýpka í kjölfarið þar sem bankakerfið þar er rúið trausti og fær ekki innlán sem eru forsenda fyrir útlánum til fjárfestinga.
Forstjóri Kýpurbanka látinn hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig átti Kýpur að bjarga sér án Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?....svaraðu því?
Friðrik Friðriksson, 27.3.2013 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.