Stjórnarskráin götuð á næturfundi

Óljósar fréttir eru um samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að grafa undan stjórnarskrá lýðveldisins með því að auðvelda breytingar á henni.

Í gildandi stjórnarskrá 79 gr. segir skýrt að rjúfa skuli þing strax að lokinni samþykkt alþingis um breytingar  á stjórnarskránni. Nýtt þing verður að samþykkja stjórnarskrárbreytinguna óbreytta til að hún fái gildi.

Stjórnarskrá lýðveldisins gerir ráð fyrir beinni aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum þegar meirihluti alþingis hefur undirbúið breytingarnar. Það segir sig sjálft að stjórnarskrárbreytingar kalla á eindrægni á alþingi.

Stórhættulegt er að draga úr stjórnfestunni sem 79. gr. tryggir. Þá er glapræði að taka úr gildi 81. grein þar sem segir: Stjórnskipunarlög þessi öðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau.

Stjórnarskrá er hornsteinn stjórnskipunarinnar.  Stjórnmálaflokkar sem versla með hornsteininn á næturfundum kortéri fyrir kosningar eru ekki að vinna þjóðinni gagn.


mbl.is Lokasprettur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband