Þriðjudagur, 26. mars 2013
Framsókn, fullveldið og hara-kriri Bjarna Ben
Framsóknarflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi hreinsaði Framsóknarflokkurinn sig fyrst af útrásarpólitíkusum og meðhlaupurum þeirra. Í öðru lagi sýnir Framsóknarflokkurinn prinsippfestu í fullveldismálum, samanber einarða afstöðu í Icesave og í andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Dvergarnir þrír í pólitíkinni eru Sjálfstæðisflokkurinn sem stærsti dvergur, þá tvílembingarnir Samfó og VG og loks skítseiðið sem Össur gat í félagi við Guðmund Steingríms.
Heilsufar skítseiðisins og vinstriflokkanna er skiljanlega bágborið. Aftur er illskiljanlegra að Sjálfstæðisflokkurinn sé rúinn trausti. En þó: formaðurinn gerði pólitískt hara-kiri um helgina, þegar könnunin stóð yfir.
Bjarni Benediktsson fær refsingu vegna þess að hann er ekki staðfastur í trúnni á fullveldi Ísland. Þar fyrir utan þá eru meðhlauparar útrásarinnar enn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.
Framsóknarflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðuhaldari er að þessu sinni bæði óvenju orðljótur og herfilega mistækur í greiningu sinni. Verðskuldað hrap þessa sjálfstæðisruslflokks hefur minnst með formanninn að gera, þó vissulega væri betra fyrir flokkinn að hann opnaði munninn sem sjaldnast og minnst.
Hrapið er einfaldlega eðlileg afleiðing þess að á síðasta aðalfundi kom í ljós hverjir ráða stefnunni þarna innanborðs. Vitanlega yfirgefur hugsandi fólk þetta fyrirbæri í kjölfarið.
Haraldur Rafn Ingvason, 26.3.2013 kl. 20:32
Bara að málið væri það einfalt að hægt sé að kenna BB um hrun flokksins...
hilmar jónsson, 26.3.2013 kl. 20:41
Svo er líka ljótt að leggja í einelti, Páll...
hilmar jónsson, 26.3.2013 kl. 20:58
Það er barnalegt að kenna Æðstastrumpi um þetta einum. Hann er bara nokkuð sólidd, þrátt fyrir allt. Hins vegar er aðstoðarstrumpur ISG (aka HBK) skelfileg og "twist" um kristin gildi gefa þessu öllu saman repúblíkanskt yfirbragð.
Maður (eins og ég) þarf að réttlæta atkvæði til D. Óbragðið fer ekki úr munninum.
Það þarf ekki að réttlæta, með sama hætti, atkvæði til B. Sér í lagi í Reykjavik N. Besta leiðin til að bjarga öðrum er með því að bjarga sér sjálfur fyrst, við höfum t.d. ekkert að gera inn í Malaví enn um sinn. Bara ekki rassgat. Það hefur samt bara einn þingmaður sagt það (sem var fyrir ofan væntingar á viðkomandi þingmanni, reyndar).
Hroki PV og annarra, t.d. með þessari færslu, gera bara illt verra.
Höfundur ókunnur, 26.3.2013 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.