Þriðjudagur, 26. mars 2013
Össur gleymdi fullveldinu
Aðaltalsmaður Evrópusambandsins á Íslandi, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, skrifar í Fréttablaðið í dag að hann hafi gleymt fullveldinu þegar hann endursagði rök þess sænska Carl Bildt fyrir inngöngu Íslands í ESB.
Eðlilega gleymdi Össur fullveldinu sem Evrópusambandið virðir svo mikils, sérstaklega fullveldi smáþjóða. Kýpverjar finna þessa dagana fyrir elsku stórþjóðanna á fullveldi eyjunnar. Hagkerfi Kýpur er rjúkandi rúst með atvinnuleysi, neikvæðum hagvexti og ónýtum fjármálastofnunum sem enginn treystir eftir ,,björgun" Evrópusambandsins.
Meginrökin sem Össur hefur eftir Carl Bildt er að smáþjóðir öðlist svo mikil áhrif með aðild að Evrópusambandinu. Því er að nokkuð sérkennilegt að Svíar haldi sænsku krónunni í stað þess að öðlast áhrif á evru-svæðinu.
Í Evrópuumræðunni gleymir Össur fleiru en fullveldinu. Hann gleymir öllum þeim atriðum sem mæla gegn aðild Íslands að ESB.
Athugasemdir
Alltaf talað um kosti €, en galla krónunnar...
Guðmundur Böðvarsson, 26.3.2013 kl. 10:43
Svona fer þegar bírókratar í Brussel ráða. Stórlaxarnir sem áttu víst að hafa verið þvingaðir til tapa voru auðvitað látnir sleppa. (Það sást líka á undarlegri styrkingu rúblu gagnvart Evru síðustu daga).
Brusselsk möskvastærð sérhönnuð fyrir stærstu auðjöfrana til að sleppa....
Á meðan situr almenningur í Kýpur eftir með kúlu á kollinum. Eins og venjulega...
http://www.zerohedge.com/news/2013-03-25/have-russians-already-quietly-withdrawn-all-their-cash-cyprus
Jón Ásgeir Bjarnason, 26.3.2013 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.