Össur í samkeppni við Árna Pál

Árni Páll formaður Samfylkingar flysjaði margar prósentur af fylgi flokksins með vanhugsuðu útspili í stjórnarskrármálinu. Meira að segja nánustu samverkamenn formannsins nenna ekki lengur að verja framtakið, eins og Jónas Kristjánsson bendir á.

Þegar öll nótt virðist úti fyrir Árna Pál og hann einn fái að kenna á ömurlegri stöðu flokksins kemur kappinn Össur Skarpi formanninum til bjargar með yfirþyrmandi yfirlýsingu: evrusvæðið er að styrkjast.

Ástæðan fyrir styrkingu evrusvæðisins, segir Össur, er staðan á Kýpur. Bankakerfið þar er gjaldþrota og bankar lokaðir, ferðamönnum er ráðlagt að hafa með sér nægan gjaldeyri og passa sig á þjófum enda samfélagið á barmi hengiflugs. Þetta er sem sagt styrkleikamerki evrusvæðisins, að mati utanríkisráðherra Samfylkingar. Ný höfuðröksemd fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er í fæðingu: göngum í ESB til að verða eins og Kýpur.

Með tvíhöfða eins og Össur og Árna Pál þarf Samfylkingin ekki að óttast neina pólitíska andstæðinga. Forystan er algerlega einfær um að stúta flokknum.


mbl.is Evrusvæðið að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er ekki Össur sjálf yfirlýstur fjármálafáviti?

Ekki nokkur ástæða að taka manninn alvarlega.

Eggert Sigurbergsson, 23.3.2013 kl. 15:07

2 Smámynd: rhansen

Þetta er tær snild !....og afrekskrá Össurar þessa viku i Noregi og fl .eins og enginn se morgundagurinn !......það hefði verið sagt i minni sveit að svona menn hefðu ekki vit til daglegra þarfa hvað þá ,meir !

rhansen, 23.3.2013 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband