Samtök iðnaðarins vinna gegn félagmönnum sínum

Forysta Samtaka iðnaðarins hefur um langt árabil boðað inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Meirihluti félagsmanna samtakanna er á hinn bóginn á móti aðild.

Forystu Samtaka iðnaðarins er farið eins og með aðra sértrúarsöfnuði að þegar veruleikinn afhjúpar eina blekkingu er búin til ný.

Í dag heitir það að ,,klára aðildarviðræður" þar sem áður var sagt fullum fetum: að ganga í Evrópusambandið. 

Markmið forystu Samtaka iðnaðar er það sama og fyrrum, að Ísland verði hjálenda Brussel.

Meirihluti félagsmanna Samtaka iðnaðarins hlýtur að vera þreyttur að púkka upp á forystu sem vinnur gegn yfirlýstum vilja félagsmanna sinna.


mbl.is Meirihlutinn andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband