Engin vörn í evru og ESB

Gjaldþrot Kýpur afhjúpar blekkingu ESB-sinna á Íslandi um að aðild að evru-samstarfi komi í veg fyrir hrun og kreppu. Jafnframt afhjúpar ástandið á Kýpur þá blekkingu að Evrópusambandið geri aldrei neitt sem gangi í berhögg við grundvallarhagsmuni smáþjóða.

Grundvallarhagsmunir smáþjóðar er að bankakerfi þess sé trúverðugt. Með því að gera kröfu um eignarnám á innistæðum í kýpverskum bönkum gerir Evrópusambandið kýpverska bankakerfið ótrúverðugt næstu áratugina.

ESB-sinnar á Íslandi verða að spinna nýjan blekkingarvef.


mbl.is Krugman vill að Kýpur elti Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Páll

Ég velti því stundum fyrir mér hvort Evrópusambandssinnar séu svona blindir á sambandið að þeir hreinlega sjái ekki hverslags þetta apparat er eða hvort þeir loki augunum vísvitandi fyrir þeirri staðreynd að ESB er ekki neinum til góðs, ekki síst jaðarríkjum þess. 

Ítrekað hefur ESB sannað sitt rétta eðli og nú síðast gagnvart Kýpverjum, en þeim er ætlað að beygja sig og bugta fyrir búrókrötunum í Brussel.  ESB sinnar virðast ekki sjá að slíkur yfirgangur sem sambandið beitir gæti eins vel lent á okkur, en ljóst er að smáþjóðirnar eru notaðar óspart til að sýna hinum stærri að það sé betra að hlíða valdsmönnunum í Brussel.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.3.2013 kl. 09:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur drengir blindan er algjör eða einbeittur vilji til að hvorki sjá né heyra hvernig þetta apparat virkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2013 kl. 11:22

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hvert ríki ber ábygrð á sjálfu sér, ekki síður innan ESB og Evru en utan.

Ómar Bjarki Smárason, 22.3.2013 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband