Miðvikudagur, 20. mars 2013
Stjórnarskráin: hvort er Ísland í lagi eða ónýtt?
Baráttan um stjórnarskrána er hatrömm vegna þess að hún snýst það hvort Ísland sé meira og minna í lagi eða hvort Ísland sé ónýtt.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur telja að Ísland sé í meginatriðum í lagi þótt margt megi betur fara, sérstaklega það sem aflaga hefur farið í tíð vinstristjórnarinnar. Stjórnarskráin er hornsteinn lýðveldisins og hornsteinum er ekki velt í fljótræði fyrir kosningar.
Samfylkingin, VG, Björt framtíð og aðrir vinstrihópar telja Ísland ónýtt. Ný stjórnarskrá verði grundvöllur að öðru lýðveldi er skeri sig frá 1944 lýðveldinu.
Vitanlega á það að vera grjóthörð afstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að breyta hvorki staf né kommu í stjórnarskrá 1944 lýðveldisins.
Enn ósamið um þingstörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir sem álíta ísland og stjórnarskránna "í lagi" í dag, eru annað hvort ekki í lagi sjálfir, eða þá svo sterk tengdir sérhagsmunagæslunni að þeir gera sig með öllu ómarktæka með sí endurteknum og blæbrigðalausum úrtölunum.
hilmar jónsson, 20.3.2013 kl. 18:30
Vel mælt Páll. Ég vona að tekizt hafi að vernda Stjórnarskrána og lýðræðið, fyrir atlögu vinstra skrílræðis.
Kristján Þorgeir Magnússon, 20.3.2013 kl. 18:38
Það hefur engri stjórn tekist að virða gildandi Stjórnarskrá. Það er borðliggjandi og augljós staðreynd!!!
Gildandi Stjórnarskrá er þverbrotin eins og hún sé hreinlega ekki til, og ekki virðingarinnar né pappírsins virði! Þess vegna virkar ekki siðað samfélag á Íslandi!
Það eina sem verður að setja inn í gildandi Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands fyrir þinglok, er að setja inn óbreytt ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem þjóðin kaus um þann 20 október 2012!
Þegar það ákvæði er komið inn í stjórnarskrána, þá eru almennir kjósendur á Íslandi loksins komnir með virkt lýðræði í Stjórnarskrána.
Aldrei hefur verið meiri þörf á að efla aðhaldið á þessari löggjafastofnun, sem í daglegu tali er kölluð alþingi, en er því miður ekki Al-þingi í raun!
Þjóðaratkvæðagreiðslu-ákvæðið í stjórnarskrána fyrir þinglok!
Það er eina von lýðræðisins!
Það er eina leiðin til að öðlast raunverulegt lýðræði á Íslandi, og veita alþingi og ríkisstjórninni raunverulegt og gagnlegt aðhald.
Þegar stjórnin veit að almennir kjósendur geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslna um einstök mál, þá fara þeir að rifja upp fyrir hverja þeir voru kosnir til að vinna, og hver voru kosningaloforðin!
Hvernig á að rökstyðja það, að almenningur fái ekki þetta ó-umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu-ákvæði inn í gildandi Stjórnarskrá! Það eru alþingiskosningar þann 27 apríl, og við skulum muna hverjir ekki styðja þjóðaratkvæðagreiðslu-ákvæðið í Stjórnarskrána!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2013 kl. 19:43
það er óendanlega gott að það ætla þó örugglega ennþá einhverjir Islendingar að búa á Islandi áfram og hafa áhuga fyrir að vera ekki sama um það !....Þvilikt fár og rugl sem er á ferðinni hja einstöku fólki útaf stjórnarskrá . en sumir eru svo fyndnir og halda se ekki jafnt hægt að brjóta nyja stjórnarskrá sem gamla vilji menn það ? ,eg skal segja ykkur það !
rhansen, 20.3.2013 kl. 20:42
rhansen. Ef við höfum þjóðaratkvæðagreiðslu-réttinn í Stjórnarskránni, þá verður að fara eftir því sem kemur út úr slíkum atkvæðagreiðslum.
Þingið og stjórnin á hverjum tíma eru ekki fær um að gera góða hluti án stuðnings þjóðarinnar.
Lýðræði er mikilvægt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2013 kl. 21:02
Vel mælt Anna..
hilmar jónsson, 20.3.2013 kl. 21:09
Sammála Kristjáni Þorgeiri.
Elle_, 20.3.2013 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.