Þriðjudagur, 19. mars 2013
Skriðdreka til að verja evruna
Brátt kemur að því að skriðdreka þarf til að verja evruna, skrifar einn áhrifamesti fjármálablaðamaður Þýskalands, Wolfgang Münchau, í Spiegel.
Keðjuverkun kýpverska klúðursins mun skella á öðrum Suður-Evrópskum evru-ríkjum af fullum þunga. Kostirnir eru aðeins tveir, segir Münchau, að setja á stofn fjármálabandalag sem stendur undir nafni eða að vinda ofan af evru-samstarfinu.
Þegar skriðdreka þarf til að verja evruna er hún ekki virði varnarinnar, segir Münchau.
Mótmæltu við kýpverska þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.