Föstudagur, 15. mars 2013
Framsókn, fylgisaukningin og hættan á stórslysi
Framsóknarflokkurinn stórbætir sig í könnunum undanfarið. Meginástæðan fyrir því sterkri stöðu flokksins er að hann er með öfluga talsmenn sem hafa talað skýrt og ákveðið í stærstu pólitísku álitamálunum á kjörtímabilinu; ESB-umsókn Samfylkingar og Icesave-málinu.
Framsóknarflokkurinn sigraði bæði málin, ESB-umsóknin er svo gott sem dauð og Icesave-úrskurðurinn réttlætti stefnu flokksins fullkomlega.
Framsóknarflokkurinn mældist með meira fylgi í kjölfar Icesave-dómsins og fljótlega þar á eftir fór ríkisstjórnin með ESB-umsóknina í felur.
Eftir þessa atburði setti Framsóknarflokkurinn fram hugmyndir um að bjarga þeim 15 til 20 prósentum heimila landsins sem eru með allt niðurm sig fjárhagslega með því að setja afkomu ríkissjóðs í uppnám.
Framsóknarflokkurinn þarf að vinda ofan af þessum hugmyndinum, annars er hætta á stórslysi.
Athugasemdir
Sæll Páll; sem og aðrir gestir þínir, jafnan !
Eru ekki; mestu hættumerki stórslyss, að fólk geti ekki - eftir áratuga reynslu, af þessum glæpa flokki (sem og; hinna 3 / D - S og V lista), freistast til, að kjósa þessa hörmung yfir sig þrátt fyrir : örlög Kaupfélaga og Samvinnu trygginga, sem og Sambands íslenzkra Samvinnufélaga, almennt ?
Reyndu ekki; að falsa söguna Páll minn - með einhverjum Draugasögum í björtu, segðu heldur frá þessum óþverra flokki þeirra Sigmundar Davíðs, eins og hann blasir við, öllu óbjöguðu fólki, að minnsta kosti.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 12:12
Sumt fólk neitar að borga, Icesave (sem sjálfsagt var að við borguðum að hluta), húsnæðisskuldir og jafnvel bílaskuldir. Þetta fólk kýs Framsóknarflokkinn.
Kjartan Aðalbjörnsson, 17.3.2013 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.