Samtök iðnaðarins vilja kreppu á Íslandi

Til að hagsmunafélög eins og Samtök iðnaðarins geti gert réttmætt tilkall til að stjórnvöld taki mark á þeim verða félögin að sýna sig í takti við þjóðina. Samtök iðnaðarins eru alls ekki í sambandi við þjóðina í veigameiri málum.

Samtök iðnaðarins eru í Evrópumálum með afstöðu öndverða við afstöðu afgerandi meirihluta þjóðarinnar. Samtökin eru jafnvel svo treg að þeim er fyrirmunað að læra af reynslunni. Hér útskýrir nýendurkjörinn formaður samtaka afstöðu sína til ESB-umsóknar Samfylkingar

 Þá fjallaði Svana um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Hún sagði skiljanlegt að margir væru efins um að aðild væri rétta skrefið, atvinnuleysi væri mikið og viðvarandi í flestum evrulöndum, Evrópa yrði væntanlega svæði hægs vaxtar næstu áratugi miðað við til dæmis Asíu og Norður-Ameríku og rekstur evrunnar kallaði á miklar breytingar, svo sem að reka björgunarsjóði og bræða saman ríkisfjármál evrulandanna. Hún sagði það þó engu að síður sína skoðun að farsælast væri að halda viðræðunum áfram. Þar kæmi fram viðleitni til að búa íslensku atvinnu- og þjóðlífi betri skilyrði og jafna samkeppnisstöðuna.

Samtök iðnaðarins vilja sem sagt að Ísland fari með sín mál inn í kreppusamband sem er í fullkomnu uppnámi næstu áratugina. Samtökin óska Íslendingum varanlegs atvinnuleysis og vilja gera efnahagskerfið að lágvaxtasvæði. Og ofan á allt þetta vilja Samtök iðnaðarins að forræði íslenskra mála flytjist til Brussel.

Samtök með þessa stefnuskrá eru vitanlega ekki stofuhæf hjá landsstjórninni. Það á ekki að taka mark á svona félagsskap.


mbl.is Gjá milli atvinnulífsins og stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband