Þingmenn ógnuðu allsherjarreglu

Þingmenn sem mótmælaveturinn eftir hrun hvöttu til brota gegn valdstjórninni og stuðluðu að upplausn í samfélaginu ógnuðu allsherjarreglu. Þeir eiga vitanlega að vera dregnir fram í dagsljósið og krafðir skýringa um háttsemi sína.

Það er sanngjörn krafa stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra geri opinberar skýrslur sem varpa ljósi á framkomu þingmanna.

Þingmenn vinna drengskaparheit að stjórnarskránni þegar þeir taka sæti á alþingi. Þingmenn sem notfærðu sér friðhelgi alþingis til að grafa undan samfélagsfriðnum vera að svara fyrir gjörðir sínar.

Grunaðir þingmenn, sem einkum koma úr flokki innanríkisráðherra, eru í framboði í komandi þingkosningum. Það gerir enn brýnna að innanríkisráðherra birti upplýsingar sem varpa ljósi á framferði þingmannanna.


mbl.is Vilja að mótmælaskýrsla verði gerð opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það skipulagði enginn mína þáttöku í Búsaáhaldabyltingunni.

Samsæriskenningin um skipulagða uppreisn er kannski spennandi frásögn, en það er líka það eina sem hún er.

Hinsvegar eru þeir til sem virðast sjá það sem æskilegan hlut að halda þessari falskenningu lofti. Það er þeim sjálfum þó ekki til neins sóma.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.3.2013 kl. 10:30

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þú lest pistilinn eins og skrattinn bíflíuna, Guðmundur.

Þúsundir sem tóku þátt í mótmælum eftir hrun gerðu það á eigin forsendum.

Hinu verður hvorki breytt né þagað yfir að sumir þingmenn gerðu sig seka um háttsemi sem ekki sæmir þjóðkjörnum fulltrúum.

Páll Vilhjálmsson, 14.3.2013 kl. 13:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver er allsherjarreglan Palli? Geturðu komið með einhverja tilvitnun úr henni? Hvar er hana að finna í lögum annars?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2013 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég mótmæli því ekki að íslenskir stjórnmálamenn hafi ógnað allsherjarreglu.

Það gerðu þeir öðru fremur með þjónkun sinni við gerspillt bankakerfi.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2013 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband