ESB beitir sér gegn Íslandi

Evrópusambandið stjórnar fiskveiðum í landhelgi allra aðildarríkja sinna. Írar og Skotar beita Evrópusambandinu fyrir sér í makríldeilunni við Íslendinga. Í framhaldi er framkvæmdastjórnin komin með heimildir til að beita viðskiptaþvingunum gegn Íslendingum.

Enn á eftir að reyna á hvort viðskiptaþvingunum verið beitti. Makríldeilan undirstrikar tvennt.

Í fyrsta lagi að Evrópusambandið er einrátt um fiskveiðihagsmuni aðildarríkja sinna. Í öðru lagi að sambandið vílar ekki fyrir sér að blanda saman óskyldum hagsmununum til að knýja fram sinn vilja.

Ísland er strandþjóð með allt aðra hagsmuni en ráðandi öfl á meginlandi Evrópu. Íslenskir hagsmunir myndu ávallt víkja fyrir hagsmunum stærri þjóða í sambandinu.


mbl.is Verður Íslandi refsað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband