Evrópa gefst upp á evru og ESB

Ónýtt efnahagskerfi jaðarríkja, tugmilljónir atvinnulausra og pólitísk upplausn er bein afleiðing af gjaldmiðlasamstarfi 17 ríkja af þeim 27 sem mynda Evrópusambandið. Gallharðir ESB-sinnar eins og Martin Schulz forseti Evrópuþingsins og Jean Claude Juncker, sem til skamms tíma var i forystu fyrir evru-ríkin, telja að við svo búið megi ekki standa.

Annað tveggja verður að gerast, segja ESB-sinnar í Evrópu. Að stóraukin samruni þjóðríkjanna eigi sér stað þar sem sameiginlegar stofnanir evru-ríkja fái ríkisvald yfir fjármálum hinna 17 ríkja sem búa við sameiginlegan gjaldmiðil. Ef slíkur samruni næst ekki fram er hinn kosturinn að vinda ofan af evru-samstarfinu og jaðarþjóðir látnar taka pokann sinn.

Óbreytt ástand er ekki í boði, um það eru allir sammála. Á hinn bóginn eru allar ákvarðanir í Evrópusambandinu óskaplega þungar í vöfum. Þess vegna er haldinn hver neyðarfundurinn á fætur öðrum án þess að fengin sé niðurstaða.

Evrópusambandið missir tiltrú almennings í álfunni. Bretar undirbúa brottför og í Þýskalandi er stofnaður stjórnmálaflokkur sem vill hætta evru-samstarfinu. Í nýafstöðnum þingkosningum á Ítalíu sigruðu flokkar með stefnu neikvæða gagnvart ESB og evrunni.

Það er ekki spurning hvort heldur hvenær og hvernig Evrópusambandið verður óþekkjanlegt frá því sem nú er; annað hvort rjúkandi rústir eða Stór-Evrópa.


mbl.is Björguðu bönkum en gætu tapað kynslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband