Sunnudagur, 10. mars 2013
Vinstraframboð byggt á fullveldi
Vinstrimenn sem styðja fullveldið og að forræði íslenskra mála haldist í landinu geta ekki stutt VG og vitanlega alls ekki Samfylkinguna. Fylgisvöxtur Framsóknarflokksins undanfarið verður eflaust skýrður að nokkru með að þangað leiti fylgi sem áður studdi VG.
Bjarni Harðarson og Atli Gíslason hyggjast bjóða upp á valkost fyrir vinstrimenn í næstu þingkosningum. Báðir eru þeir með rætur í Suðurkjördæmi en ekki er ólíklegt að fleiri kjördæmi verði undir, ekki síst Norðvestur þar sem kempan Jón Bjarnason liggur undir feldi.
Framboð vinstrimanna með áherslu á fullveldi og sjálfbærni er með alla burði til að setja mark sitt á þingkosningarnar 27. apríl.
Bjarni og Atli undirbúa framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er komið fram vinstraframboð sem er ekki reiðubúið til þess að afsala fullveldi landsins. Það heitir Alþýðufylkingin.
Vésteinn Valgarðsson, 10.3.2013 kl. 14:18
Vésteinn, hefur Aþýðufylkingin mælst í könnunum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.3.2013 kl. 14:44
Heimir, hefur Regnbogaframboðið mælst í könnunum?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2013 kl. 16:26
þjóðrembingsprump.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2013 kl. 18:59
Mér heyrðist Brussel rembingurinn Ómar Bjarki leysa vind !
Gunnlaugur I., 10.3.2013 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.