Prestur verður fyrir ofbeldi

Alvarlegustu tíðindi helgarinnar eru að eftirlaunaprestur varð fyrir skefjalausu ofbeldi og mun ekki bíða þess bætur. Góðu heilli er presturinn þrekmaður sem getur tjáð sig þrátt fyrir miskunnarlausa meðferð sem hann fékk.

Presturinn, sem tilheyrir lútersku ESB-rétttrúnaðarkirkjunni, líkir ofbeldinu sem bitnaði á honum við skelfingu kaþólsku kirkjunnar á miðöldum ítem við ofsóknir Stalíns og Hitlers á síðustu öld.

Ofbeldishrinan sem dundi á prestinum, Þóri Stephensen, er ættuð úr Sjálfstæðisflokknum þar sem hann var einu sinni félagi. 

Grimmdarverkið, sem meirihluti landsfundar Sjálfstæðisflokksins, vann gegn ósjálfbjarga Þóri,  sem sagði sig jú úr flokknum 2010 og gat sér enga björg veitt, var að samþykkja ályktun um að hætta ESB-ferli Samfylkingar og að loka skyldi Evrópustofu.

Mannvinir hvar í flokki sem þeir standa hljóta að finna til með píslum Þóris Stephensen. Varnarlaus eftirlaunaprestur á vitanlega ekki skilið þetta níðingsverk.

Blessaður gamli maðurinn á þó eina huggun. Sonur hans, Ólafur Stephensen, situr enn sem komið er í ritstjórastól Fréttablaðsins og tryggir þar með að aldraður faðirinn fái pláss á opinberum vettvangi til að vekja athygli á hryllingsverkunum sem hann hefur mátt þola.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vesalings presturinn, mikið hefur hann mátt þola.  En hann er þó betur settur en við sem þurfum að ræða við marga guði enn hann þarf bara að biðja ein guð að hjálpa sér og honum verður að trúsinni.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.3.2013 kl. 12:57

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Væntanlega verður beðið fyrir honum í kirkjum landsins á morgun.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.3.2013 kl. 16:11

3 Smámynd: Benedikta E

Er ekki blessuðum prestinum vel til vina í Samfylkingunni - Tekur ekki Samfylkingin fúslega á móti sínum ? Blessuðum prestinum er víst ekki þar mismunað í félagsskapnum - Svo er það nú Áfram hópurinn sem hefur verið að gera sig fyrir sína.

Hann er ekki á flæðiskeri staddur blessaður presturinn - þó hann hafi ekki lengur smekk fyrir Sjálfstæðisflokknum.

Benedikta E, 9.3.2013 kl. 16:43

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekkert nýtt að áróðursmenn jafni saman ESB og Himnaríki, en þetta tilvik er fyrsta sönnun þess að guðsmennirnir sjálfir geri ekki heldur neinn greinarmun þar á.

Kolbrún Hilmars, 9.3.2013 kl. 17:48

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona miðað við verð er að gera grín að þessum gamla Sjálfstæðismanni gæti maður haldið að eftirfarandi hafi þeir sem að ofan hafa ritað hafi tekið eftirfarandi í pisli Þóris til sín:

Umræðan um Evrópusambandið er, að mínu áliti, rekin á svo barnalegum og heimskulegum grunni og af slíku ofstæki, að enginn sæmilega viti borinn maður getur lagt slíku lið. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.3.2013 kl. 18:34

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, það er nú svo merkilegt að þessi ummæli sem þú gæsalappaðir hér að ofan hefðu allt eins  getað verið höfð eftir ESB andstæðingi eins og ESB sinna.   Skorið er 0:0.

Kolbrún Hilmars, 9.3.2013 kl. 18:52

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verði ljós, sagði presturinn. Og það varð ljós.

Það fylgir ekki sögunni, hvort ljósið kom frá alheimskærleiks-ljósinu óflokksbundna, eða Landsvirkjun "kristinna" í Sjálfstæðisflokknum.

Amen.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2013 kl. 21:02

8 identicon

Hér fer fram málefnaleg umræða fullorðinna vel þenkjandi einstaklinga...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 10:30

9 Smámynd: rhansen

VONANDI að fólk skilji að það  tekur til hnefarettarins þegar allt er á enda komið !!.Minni á að þingmaðurinn Sigmundur Davið varð lika fyrir barsmiðum -um helgina ...se ekki að það se óæðra prestinum ..heldur bara nú er málum svo komið á þessu landi að það telst ekki lengurr til siðaðra þjóðfelaga !!!!

rhansen, 11.3.2013 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband