Föstudagur, 8. mars 2013
RÚV grefur undan lýðræðinu
Stjórnmálaflokkar þjóna mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi. Stjórnmálaflokkarnir færa í orð pólitíska stefnu sem almenningur velur á milli í kosningum. Ef það er einhver stjórnmálaflokkur hér á landi sem stendur undir því að vera vettvangur lýðræðislegrar umræðu þá er það Sjálfstæðisflokkurinn.
Um 1500 manns sækja landsfund Sjálfstæðisflokksins þar sem langa helgi eru rædd landsins gagn og nauðsynjar. Ályktanir landsfundarins eru niðurstaða umræðunnar. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun um að aðildarferli Íslands inn í Evrópusambandið skuli hætt.
RÚV gerir sér far um að gera samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins tortryggilegar með því að semja sérstakar fréttir um óánægjuviðbrögð sumra landsfundarfulltrúa, t.d. Helga Magnússonar.
Ákefð RÚV að mylja undir ESB-sinna er slík að fagleg vinnubrögð eru látin lönd og leið. Fréttastofan gerir enga tilraun til að útskýra hvað standi að baki ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Af frétt RÚV er að ráða að fáeinir sérvitringar mæti á landsfund Sjálfstæðisflokksins en ekki breiður hópur fólks úr öllum stéttum samfélagsins.
Almenningur borgar ekki undir fréttastofu RÚV til að grafa undan hornsteinum lýðræðisins. Ef fréttastofa RÚV getur ekki starfað faglega er spurning hvort almenningur hefur nokkuð með slíka fréttastofu að gera.
Athugasemdir
Þeir Páll og Óðinn hljóta að vera í starfsleit.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.3.2013 kl. 19:20
Þetta er alveg með ólíkindum hvað þessi ríkisfjölmiðill er herfilega hlutdrægur í allri umfjöllun sinni um ESB málið og búinn að vera lengi.
Sama var um ræða um ICESAVE málið, þar réru fréttamenn RÚV og sérvaldir viðmælendur þeirra öllum árum að því að þjóðin samþykkti ICESAVE nauðungina alveg frá byrjun og alveg sama hvað.
Þegar þjóðin samt hafnaði ICESAVE ítrekað reyndu þeir að kinda undir heimsendaspárnar og fengu ótal sérfræðinga til þess að vitna með sér um það.
Áður en dómur EFTA dómstólsins féll þá marg skýrðu þeir málsstað ESB og Breta og Hollendinga og bjuggu sig vel undir að dómur EFTA dómsstólsins félli okkur í óhag.
Þegar að það gerðist ekki þvert á móti þá unnum við málið að fullu og öllu, þá fátuðu þeir.
Í stað þess að fagna þá lagðist RÚV í mikla vörn fyrir ESB og fjendur okkar og í marga daga á eftir voru allskonar sérfræðingar kallaðir til og reynt var að finna alls konar langsóttar skýringar og afsakanir á því afhverju í veröldinni við töpuðum ekki málinu.
Engar tilraunir voru gerðar til að skýra afhverju við unnum málið og afhverju málsstaður íslendinga var svona sterkur sem raun bar vitni.
Þetta útvarp er óþolandi áróðurs miðill. Þetta er EKKI útvarp allra landsmanna.
Þetta er hlutdrægari og verri fréttamennska en nokkurn tímann var í ritskoðuðum Ráðstjórnarríkjunum fyrrum tíð.
Gunnlaugur I., 8.3.2013 kl. 19:49
Þetta Esb.apparat varð endilega að flytja fréttir frá einhverjum Finna, í kvöld,sem var staddur á Akureyri. Þetta er svo áberandi áróður,gæti eins verið sölumaður ,,dauðans,, “góði íslenski bóndi,þú þarft ekkert að óttast í Esb svona var þetta hjá okkur í Finnlandi.” Þar var kominn Esb.dindill fyrrverandi bóndi. Það á að leggja niður Ruv. strax þegar ný ríkisstjórn verður við völd. ,þessi aumi miðil er búinn að gera svo marga veika,sem skynja hvað íslenska þjóðin má búa við.
Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2013 kl. 21:05
Nú í um tuttugu ár hefur þessi þróun verið í gangi á ríkisútvarpinu, en hefur endanlega fullkomnast í trúarofstæki, nú í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Burtu með það, losið okkur heiðarlegt fólk undan oki þess.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.3.2013 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.