Lýðræðisvaktin fær mælingu 27. apríl

Lýðræðisvaktin verður stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar eftir kosningarnar í vor - að því gefnu að almenningur sé sömu skoðunar og Þorvaldur Gylfason og félagar um mikilvægi nýrrar stjórnarskrár.

Stjórnarskrá lýðveldisins tryggir okkur lýðræðislegan rétt til að bjóða fram annars vegar og hins vegar til að kjósa þá sem við teljum skásta kostinn.

Ef Lýðræðisvaktin talar fyrir sjónarmiðum einhverra kjósenda hlýtur það að sjást þegar kemur að kosningum.


mbl.is Líkti forseta Alþingis við Trampe greifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Því skal haldið á lofti svo lengi sem þurfa þykir að alveg frá byrjun vildi Þorvaldur Gylfason láta Íslendinga greiða allar hinar ólögvörðu ICESAVE kröfur Breta og Hollendinga alveg í topp með vöxtum og vaxtavöxtum.

Þá skipti það engu máli að hans sögn hvort að einhver alþjóðlegur dómsstóll fengist til þess að dæma þær ólöglegar, það breytti engu við ættum samt og alveg sama hvað að greiða þær fyrir Evrópska samstöðu og af einhverjum ótilgreindum siðferðilegum ástæðum.

Þessum 3% siðferðilega rugludalli er ekki treystandi til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar á neinn hátt.

Gunnlaugur I., 8.3.2013 kl. 19:32

2 Smámynd: rhansen

Maður bara vorkennir fólki sem fer i svona froðu framboð ,eins og Þorv.Gylfa , Guðm.Steingrims og fl .en engu siður geta þeir ollið þvi að tvistra atkv. þannig að erfitt reynist að fá sterka Rikisstjórn eða jafnvel valda Stjórnarkreppu ......Kanski var það tilgangurinn  ?

rhansen, 9.3.2013 kl. 10:14

3 Smámynd: Elle_

Satt hjá Gunnlaugi.  Og ESB-sinninn Þorvaldur mikli, sagði að það væru glæpamenn sem vildu ekki inn í ESB (eins og hann vill, ekki síst með 111. gr. nýrrar stjórnarskrár) og að það væri hollt fyrir okkur að borga ICESAVE.  Þorvaldur er skæður.

Það er voða hollt fyrir okkur að borga kúgun, Þorvaldur. 

Elle_, 10.3.2013 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband