ESB-sinnar kikna ekki undan lýðræðisást

Fámennur hópur manna í Sjálfstæðisflokknum lætur öllum illum látum vegna samþykktar landsfundar flokksins um að aðildarferli Íslands inn í Evrópusambandið skuli hætt.

Afgerandi meirihluti landsfundarfulltrúa stóð að þessari samþykkt. Í þjóðfélaginu hefur verið löng og ítarleg umræða um Evrópumál undanfarin ár og því má með rökum segja að þetta sé upplýst og yfirveguð ákvörðun meginþorra landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Helgi Magnússon heitir maður sem fyrst öðlaðist frægð þegar hann kom nálægt rekstri Hafskipa með Björgólfi Guðmundssyni á níunda áratug síðustu aldar. Helgi hundskammar forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir þá ósvinnu að ætla að fara eftir upplýstri og yfirvegaðri ákvörðun landsfundar um hætta ferlinu inn í Evrópusambandið.

Helgi, sem undanfarin ár hefur verið innsti koppur í búri atvinnurekenda og hefur framfæri sitt af Lífeyrissjóði verslunarmanna, telur vitanlega langheppilegast að lýsa frati á lýðræðislegan vilja fólks.

Miklu frekar er að fylgja stórsnillingum eins og Björgólfi Guðmundssyni í Hafskipsævintýrinu fyrir aldarfjórðungi og Landsbankastórveldinu árið 2007. Stórvesírar atvinnulífsins vita allt og kunna allt, eins og ólygnust reynslan kennir. Er það ekki, Helgi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband