Stríð um meginmál yfirgnæfa hversdagspólitík

Stjórnmálin í dag eru stríð um meginmál þar sem tvö eru langstærst; stjórnarskráin og ESB-umsóknin.

Samfylkingin og VG og þeirra fylgifé vill stjórnarskrá lýðveldisins feiga og að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn standa vörð um stjórnskipunina og hafna aðild að Evrópusambandinu.

Aðeins þegar úrslit eru fengin um þessi meginmál er hægt að biðja um hversdagslega pólitík þar sem jarðgöng hér eru metin við framhaldsskóla þar; vextir í samhengi við verðbólgu og svo framvegis.

Stríð um meginmál skerpa stjórnmálin og gera þau óbilgjarnari. Og því ber að fagna.


mbl.is Sakar VG um ofstopa og ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband