Miðvikudagur, 6. mars 2013
Vinstrabandalagið gegn lýðveldinu klofnar
Samfylking, VG og Hreyfingin eru kjarninn í bandalagi gegn lýðveldinu. Markmið bandalagsins var að stokka upp stjórnskipun lýðveldisins með nýrri stjórnarskrá. Vinstriöflin töldu sig eiga meiri möguleika til valda og áhrifa í nýrri stjórnskipan.
Vinstriöflin á Íslandi hafa alltaf verið minnipokaflokkar. Árið 1978 unnu vinstriflokkarnir sinn stærsta sigur í gervallri lýðveldissögunni, að síðustu þingkosningum frátöldum, þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fengu samtals 44,9 prósent atkvæðanna.
Sigur vinstriflokkanna í síðustu kosningum, árið 2009, er algerlega einstæður. Forkólfar VG og Samfylkingar vita að annar möguleiki til að bylta stjórnskipuninni mun ekki gefast í bráð og reyndu til hins ýtrasta.
Raunsæismenn úr röðum vinstrimanna sáu að lengra varð ekki komist og freistuðu þess að finna málamiðlun. Við það brjálaðist harðlínufólkið, samanber orð Þorvalds Gylfasonar um að valdarán sé á döfinni sökum þess að ekki sé farið að tillögum stjórnlagaráðs - sem þó hafði aðeins umboð frá stjórnarmeirihlutanum á alþingi
Nýir formenn í Samfylkingu og VG gera tilraun til að púsla saman ,,ríkisstjórnarfronti" í stjórnarskrármálinu og leyfa vasaútgáfu Samfylkingar að fljóta með.
Frá og með 16. júlí 2009 mátti vera ljóst að bandalag vinstrimanna myndi tapa stjórnarskrármálinu. Þegar Samfylkingin knúði VG til að samþykkja ESB-umsóknina varð þjóðlega vinstrið afhuga málinu.
Þjóðlegir vinstrimenn eru ýmist komnir í Framsóknarflokkinn eða íhuga sérframboð. Í síðustu mælingu fengu Samfylking og VG samtals 22% fylgi.
Fleiri vildu ekki vera á málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bandalag lýðræðis eyðingar, Bleyður!!
Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2013 kl. 02:14
Ég vona að næsta ríkisstjórn, sem gæti samanstaðið af Sjálfstæðisflokki og Framsókn, beri gæfu til að henda þessum ólögmætu stjórnarskrárdrögum út í hafsauga. Öllum. Frá a til ö. Það er kveðið á um í stjórnarskrá lýðveldisins hvernig standa skuli að breytingum á henni. Það verklag sem notast hefur verið við að frumkvæði ríkisstjórnarinnar er brot á Stjórnarskránni.
Annað sem sumir vilja endilega gleyma. Frá stofnun lýðveldisins hefu einungis ríkt velmegun og framfarir í þessu landi, þegar Sjálfstæðisfokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.
Heimskreppan var hvorki stjórnarskránni né Sjálfstæðisflokknum að kenna. Ísland varð illa úti, aðallega vegna glæpamanna sem misnotuðu það frelsi sem evrópsk löggjö færði þeim.
Kristján Þorgeir Magnússon, 7.3.2013 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.