Þriðjudagur, 5. mars 2013
Halldór er ríkur í hægri vasa
Maður heitir Halldór Halldórsson og er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór flytur peninga úr vinstri vasa sínum í þann hægri og kallar það ,,skilvirkt" og segist efnast á því, jafnvel þótt einhverjar krónur fari forgörðum þegar klinkið er flutt frá vinstri til hægri.
Allir sem nenna að fylgjast með umræðunni um Ísland og Evrópusambandið vita að Íslendingar munu greiða með sér til sambandsins yrðum við aðilar. Tapið er að minnsta kosti þrír milljarðar króna árlega, líklega meira.
Halldór Halldórsson er viðurkenndur og stimplaður ESB-sinni. Kannski að það skýri kjánalega blekkingu sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í frammi um að það sé ,,skilvirkt" að senda tugi milljarða til Brussel og á fá hluta peninganna til baka.
Athugasemdir
Þessi EKKI frétt og gagnrýnislaust viðtalið við Halldór Halldórsson var alveg í anda ESB trúboðsins sem RÚV stundar af miklum móð.
Lofgjörðaróður um dýrðir og listisemdir ESB aðildar með óþrjótandi styrkjum og fjármögnun er hreint alveg ótrúlegur.
Eitt er fyrir löngu orðið ljóst að þetta einhliða ESB áróðursútvarp fréttadeildar RÚV er EKKI útvarp allra landsmanna !
Gunnlaugur I., 5.3.2013 kl. 20:21
Mig hefur oft langað til að við mótmæltum fyrir utan Ruv.TD.eftir dæmalaus viðtöl í Silfri.
Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2013 kl. 01:03
Já..Helga það er þekkt að þagga niður umræðu í sumum ríkjum.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.3.2013 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.