Nubo, Evrópustofa og Egill Helga

Egill Helgason telur það dæmi um harðlínustefnu að landsfundur Sjálfstæðisflokksins vilji loka Evrópustofu, sem rekin er í flokkspólitískum tilgangi Samfylkingar um að Ísland verði ESB-ríki.

Meintur harðlínumaður, Styrmir Gunnarsson, svarar Agli með þessum orðum

Það óeðlilega við starfsemi Evrópustofu er að hún blandar sér beint inn í þær umræður og átök, sem staðið hafa yfir á Íslandi og standa enn um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Og notar til þess mikið fé á íslenzkan mælikvarða, þótt það séu áreiðanlega smápeningar á evrópskan mælikvarða. Hvaða mundu menn segja, ef Kínverjar opnuðu hér slíka „upplýsingaskrifstofu“til þess að berjast fyrir því, að Hugo Nubo mætti kaupa Grímsstaði? Eða að Kínverjar mættu kaupa Hitaveitu Suðurnesja? Eða Landsvirkjun? Þeir hafa áhuga á orkufyrirtækjum og orkugjöfum um allan heim.

Yfir til þín, Egill.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi málatilbúnaður ESB sinna er afskaplega áfkáralegur og stenst enga skoðun, enda nú þegar búið að sýna fram á hversu arfavitlaus hann er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2013 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband