Laugardagur, 23. febrúar 2013
Lokað á Samfylkinguna
Innan Samfylkingar er því haldið á lofti að Sjálfstæðisflokkur muni ganga til samninga um stjórnarmyndun upp á þau býti að þjóðaratkvæðagreiðsla ákveði framhald þess aðildarferlis sem hófst með samþykkt á alþingi 16. júlí 2009. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessari leið.
Í samþykkt Sjálfstæðisflokksins felst viðræðum við Evrópusambandið skuli hætt og ekki verð á ný leitast eftir aðild að Evrópusambandinu nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta er sá skilningur sem Bjarni Benediktsson formaður leggur í samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
(Viðbót: til að taka af öll tvímæli samþykkti landsfundurinn áherðingu frá samþykkt síðasta landsfundar. Þar sagði að hlé skuli gert en nú heitir það að viðræðum skuli hætt. Ótvíræðara verður það ekki.)
Hlé þýði að ESB-viðræðum verði hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sá frá Landsmóti Sjálfsstæðismanna, greinilegt að fundarmenn þrýstu harkalega á að þessar yrðu lyktir,ég fagna þeim innilega. Viðræðum verður hætt nái Sjálfstæðisflokkurinn fyrra fylgi sínu.
Hlé-barðar fáið ykkur súr epli.
Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2013 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.