Árásin á Jón Ásgeir og vörn forstjórans

Forstjóri 365 miðla, Ari Edwald, segir það árás á fyrirtækið að gagnrýna afskipti Jóns Ásgeirs af ritstjórnum 365 miðla. Ari tekur eindregna afstöðu með eiganda sínum, Jóni Ásgeiri, sem lítur á fjölmiðla sína sem handhægt verkfæri í viðskiptapólitískri hagsmunabaráttu.

Blaðamenn og ritstjórar, sem stigið hafa fram og gagnrýnt afskipti Jóns Ásgeirs, eru þar með slegnir kaldir af forstjóranum sem lítur á það sem rétt eigenda að stýra fréttum sinna  fjölmiðla. Þar sem Jón Ásgeir ætlar sér enn stóra hluti á Íslandi er þægilegt fyrir hann að vita að forstjórinn stendur með honum í valdabaráttunni.

Ari Edwald forstjóri ræður og rekur starfsmenn 365 miðla og hann ákveður jafnframt launakjör þeirra. Þess vegna mun annað tveggja gerast í framhaldinu af uppákomunni. Í fyrsta lagi að ,,uppreisnarmennirnir" víki - auðvitað að hæfilega löngum tíma liðnum, eins og dæmin sanna - eða að þeir haldi áfram störfum og lúti boðvaldi Ara og Jóns Ásgeirs. 


mbl.is Staðfestir afskipti Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Húsbóndahollusta er dyggð,en hundsleg er hún skyggð. Minn málsháttur.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2013 kl. 12:49

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Ég hefi alltaf lesið fréttir Fréttablaðsins með fyrirvara.

Blaðið er borið frítt í hús, hvort sem maður vill eða ekki.

Það gerir þeim auðveldara fyrir að hafa áhrif á hvaða fréttir fólk fær.

Fólk ætti að hafa þetta í huga.

Ef Fréttablaðið vill láta taka sig alvarlega, ætti það alls ekki að segja fréttir af eiganda sínum. Það væri best fyrir alla.

Birgir Örn Guðjónsson, 22.2.2013 kl. 13:53

3 Smámynd: rhansen

Held að það se i góðu lagi að fara tala upphátt bæði um Jón Ásgeir og aðra og hætta eilifri þöggun ! það sem allt er að fara á aðra hliðina útaf eru hin eilifu ósannindi um menn og málefni ......og fyrr verður ekki hægt að taka neitt alvarlega !!

rhansen, 22.2.2013 kl. 14:29

4 Smámynd: dh

Við fáum ekkert af þeim eignum sem hurfu í banka kreppunni þó svo að við höldum barnalegri umfjöllun okkar áfram á okkur sjálfum.

Ég held að Jón Ásgeir sé ekkert meiri glæpon en gengur og gerist á Íslandi í dag.

Leyfist mér annars að kalla allt það fólk sem er í vanskilum með lán sín eða á leið í gjaldþrot glæpamenn?

Hversu mörgum núllum þarf ég að bæta aftan við vanskil fólks áður en mér leyfist að kalla viðkomandi "glæpamann" "ræningja" eða "þjóf"?

dh, 23.2.2013 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband