Mánudagur, 18. febrúar 2013
Ríkisstjórnin fallin - minnihlutastjórn í bígerð
Ríkisstjórnin er fallin. Í fréttamiðlum ríkisstjórnarinnar, RÚV og Smugunni, er sagt frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. geti ekki lengur komið þingmálum áfram og leiti núna eftir stuðningi Framsóknarflokksins.
Minnihlutastjórn vinstrimanna hyggst láta það verða sitt síðasta verk að vinna stórtjón á stjórnarskrá lýðveldisins.
Framsóknarflokkurinn ætlar sér ekki að sökkva með VG og Samfylkingu. Þess vegna verður að trúa varlega fjölmiðlum vinstristjórnarinnar.
Athugasemdir
Svo sem sigraðir herir á undanhaldi gera jafnan,skemma allt nýtilegt,svo sigurvegararnir fái þeirra ekki notið. Nánari fréttir verða þá vel þegnar á morgun.
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2013 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.