Sunnudagur, 17. febrúar 2013
ESB ekkert sexý: Lýðræðisvaktin segir pass
Aðeins 24 prósent kjósenda vill í Evrópusambandið og jafnvel ESB-sinnar eins og Þorvaldur Gylfason nýkrýndur formaður Lýðræðisvaktarinnar þorir ekki að mæla með aðild.
Þorvaldur segir að stjórnmálamenn eigi ekki að hafa skoðun á því hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu eða ekki. Margur ESB-úlfur í sauðagæru, til dæmis Árni Þór i VG, segist ekki ESB-sínni en vinnur að því öllum árum að gera Ísland að aðildarríki.
Meðal annarra orða: til hvers að stofna stjórnmálaflokk sem hefur ekki skoðun á stærsta deilumáli seinni tíma stjórnmálasögu landsins?
Athugasemdir
Lýðræði þessa nýja stjórnmálaflokks "Lýðræðisvaktarinnar" nær nú ekki lengra en það að samkvæmt nýskipuðum formanni þeirra Þorvalds Gylfasonar þá vilja þau nú helst láta banna alla opna stjórnmála umræðu um ESB aðild.
Allt í nafni lýðræðisins segir hann.
En eflaust vilja þau jafnframt leyfa þessari svokölluðu Evrópustofu, með allt sitt fjármagn frá Brussel, að leika hér áfram lausum hala með sinn áróður og stjórna einhliða umræðunni, sem eingöngu snýst um að kynna fólki meinta "kosti" ESB aðildar, sem svo á sama tíma öllum íslenskum lýðræðislegum hreyfingum hérlendis verður bannað að ræða um eða hafa skoðanir á.
Alvöru lýðræðissinnað fólk mun nú ekki láta plata sig svona og ekki láta beita sig svona skoðanakúgun og það í nafni lýðræðis.
Nafnið á flokknum sýnir glögglega að öfugmælin gerast nú ekki verri en þessi !
Gunnlaugur I., 17.2.2013 kl. 21:28
Margur Esb úlfurinn telur að fólk sé ólæst á yfirbragð þeirra. Sem sagt skilji ekki fyrr en skellur í tönnum,þótt skíni vel í þær. Hvað kemur proffum til að halda að þeir diploma-lausu séu rúnir allri röksemdarhugsun? Það að Stjórnarskrá samin fyrir tilstilli Esb,andsetinnar ríkisstjórnar,sé lífsins nauðsynlegasta forgangsmál,tekst þeim ekki að bera á borð fyrir venjulegan Íslending. Þess vegna mættu þeir skíra þennan flokk í hausinn á þeim öllum fjórum,ekki bara Lýði.
Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2013 kl. 21:45
Ég þekki engan stjórnmálaflokk, sem hefur haft stefnu í öllum málum. Nær allir hafa til dæmis forðast það að taka afstöðu með eða á móti stjórnarskrárákvæðinu um þjóðkirkjuna.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október tók þjóðin sjálf af skarið.
Í stefnuskrá Samfylkingarinnar og á landsfundi hennar var Reykjavíkurflugvallarmálið tabú og fróðlegt verður að sjá hvort eitthvað kemur út úr því máli á landsfundum Sjalla og Vg.
Allir flokkar voru á sínum tíma klofnir í afstöðunni til sterks bjórs á Íslandi.
Tvívegis voru haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur um vínbann á fyrri hluta síðustu aldar af því allir flokkar voru klofnir í því máli.
Ómar Ragnarsson, 17.2.2013 kl. 22:22
Þjóðaratkvæðagreiðslan í október var skoðanakönnun og ekkert annað en djók sem slík!
Að leggja að jöfnu þjóðkirkjuákvæði, brennivín og flugvöll við viðamiklar breytingar á stjórnarskrá er sérstaklega sérkennilegt, kannski dæmi um algjört rökþrot
Eggert Sigurbergsson, 18.2.2013 kl. 06:48
"Stjórnmálaflokkar eiga ekki að hafa skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, segir formaður Lýðræðisvaktarinnar."
Auðvita enda hefur Samfylkingunni ekkert gengið að þröngva því máli upp á þjóðina.
"Þorvaldur Gylfason er formaður flokksins og hann segir að helstu stefnumál flokksins séu að koma nýrri stjórnarskrá í höfn..."
Passar við að afnema pólitíska aðkomu, sem hefur mistekist, að Evrópusambands aðlögun. Nú skal beita lýðskrumi og fjármögnuðum áróðri með 113, gr stjórnarskrárinnar að vopni fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið.
Eggert Sigurbergsson, 18.2.2013 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.