Laugardagur, 16. febrúar 2013
Samfylkingin á flótta
Samfylkingin gefst upp á stjórnarskrármálinu á næstu dögum. Til að bjarga andlitinu veðrur reynt að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um einhverjar breytingar á núgildandi stjórnarskrá en öðru verður frestað.
ESB-umsóknin er komin í frost, stjórnarskrármálið út af borðinu og frumvarp um stjórn fiskveiða kom of seint fram til að verða að lögum fyrir kosningar. Allt eru þetta mál hjartfólgin Samfylkingunni.
Í upphafi kosningabaráttu stendur Samfylkingin berstrípuð, ekki með nein mál til að bera á borð. Hálf hallærisleg staða flokks sem leiðir ríkisstjórn og er stærstur á sitjandi alþingi.
Áfangaskipting rædd hjá Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.