ESB borgar áróður Samfylkingar

Evrópustofa, sem hefur 200 milljónir króna til ráðstöfunar, stendur fyrir áróðri Samfylkingar um að Íslandi eigi að verða aðili að Evrópusambandinu. Peningarnir til Evrópustofu koma beint frá Brussel.

Vitanleg er ótækt að erlent ríkjabandalag verji fúlgum fjár að vinna flokkspólitískum málstað eins flokks fylgi.

Við eigum að frábiðja okkur erlenda íhlutun í íslensk málefni og setja um það skýr og afdráttarlaus lög.


mbl.is Erlend stjórnvöld kosti ekki áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg kristaltært og hefur verið allan tímann, það er því með ólíkindum ef þetta kemur einhverjum á óvart.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2013 kl. 17:45

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vita allir að þessi Evrópustofa er ólögleg, af hveju kærir ekki einhver ESB andstæðingahópur þessa ólöglegu Evrópustofu, og lætur loka henni?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 10.2.2013 kl. 18:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Jóhann, það finnst mér afskaplega skrýtið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2013 kl. 21:17

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég var að frétta það að það hefði verið farið fram á það við yfirvöld að loka Evrópustofu en Ríkissaksóknari hafi neitað að taka málið.

Málinu var áfrýað til Umboðsmann Alþingis og það embætti sagði að Ríkissakónara bæri að gera eitthvað í þessu, en ekkert gerist.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 10.2.2013 kl. 21:29

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

ESB rekur ekki áróðursstofu hér á landi. Efrópustofaf veitir upplýsingar en stendur ekki fyrir áróðri. Það stendur til að kjósa um aðildarsamning við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu og til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu þurfa þeir að hafa upplýsingar um það hvers konar fyrirbæri ESB er og hvað felst í því að ganga í ESB. Það er hins vegar ekkert úrslitaatriði hvort íslenskir skattgreiðendur eða skattgreiðendur í ESB ríkjum greiði kostnaðinn við þá upplýsingagjöf.

Það er ekki vanþörf á að upplýsa fólk vegna þess linnulausa og mjög svo villandi áróðurs ýmissa ESB andstæðinga sem tröllríður íslensku þjóðfélagi. Þar er mikið um staðlausa stafi og fullt af mýtum og innistæðulausum hræðsluráróðri. Þar fara fremst í flokki áróðuirsmiðlar eins og Evrópuvaktin og Heimssýn en einnig Morgunblaðið og Bændablaðið. Þessir miðlar gefa mjög villandi mynd af ESB svo vægt sé til orða tekið. Það er full þörf á að leiðrétta þær rangfærslur sem þar eru viðhafðar.

Af hverju ætli ríkissaksóknari hafi vísað málinu frá? Gæti verið að hans niðurstaða sé sú að það sé ekkert ólöglegt þarna á ferðinni?

Sigurður M Grétarsson, 10.2.2013 kl. 23:41

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju ættli að Umboðsmaður Alþingis hafi bent Ríkissaksónara á að honum bæri að taka málið fyrir?

Gæti verið að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að Evrópustofa sé ólögleg og ætti að vera tekið fyrir.

Og auðvitað er Evrópustofa áróðurstofa og hefur engan rétt á sér,

En þetta er ekkert eina skiptið sem að JóGríma fer ekki að lögum, og vonadi verða þau og aðrir Ráðherrar teknir fyrir Landsdóm.

Ef að það var ástæða fyrir að taka Geir Haarde fyrir Landsdóm fyrir að vera ekki með formlega Ríkisráðsfundi, þá er ástæða að take JóGrímu fyrir Landsdóm fyrir lögbrot og afglöp í starfi.

Keðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 11.2.2013 kl. 00:07

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvorki Ríkissaksóknari né Umboðsmaður Alþingis úrskurða um það hvort starfsemi Evrópustofu sé ólögleg eða ekki. Það eru dómstólar sem skera úr um það. Ríkissaksóknari tekur hins vegar ákvörðun um það hvort ákært er eða ekki. Mikilvægasta atriðið í því mati hans snýst um það hvort hann telji líklegt að ákæra leiði til sakfellingar. Ég veit ekki hvað lá að baki þeirri ákvörðun Ríkissaksóknara að ákæra ekki sem Umboðsmaður Alþingis er ósammála en ég efast um að hann hlutist til um mat á líkindum til sakfellingar þannig að ég hef trú á því að um sé að ræða einhver önnur rök Ríkissaksóknara fyrir því að ákæra ekki sem Umboðsmaður Alþingis er ósammála.

Ég hef fylgst þó nokkuð með Evrópustofu en hef ekki séð neitt frá þeim sem flokkast getur undir áróður. Úr því þú heldur því fram að þarna sé stundaður áróður þá væri ekki úr vegi að þú bentir á það atriði og ekki væri verra að þú færðir rök fyrir því að þau tilteknu atriði væri áróður en ekki upplýsingagjöf.

Ég skal hins vegar segja þér að þú finnur ekki áróður hjá Evrópustofu. Ef þú villt sjá einhliða og villandi áróður um ESB þá finnurðu helling af slíku á veg Evrópustofu og Heimssýnar og líka í Morgunblaðinu og Bændablaðinu.

Það eru ýnsir erlendir aðilar sem hafa verið með upplýsingagjöf hér á landi. Þar má nefna ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttinda- og góðgerðasamtök. Sum þessara samtaka eru reyndar með Íslandsdeildir eins og til dæmis Amnesty international, Rauði krossinn og fleiri. Þetta er þó ekki algilt og það breytir því ekki að um er að ræða upplýsingar frá erlendum aðilum.

Við erum meira að segja með sjónvarpsstöð hér sem dreifir boðskap frá bandaríksum trúarhreyfingum.

Við skulum aðeins anda með nefinu þó við sjáum erlenda aðila standa fyrir upplýsingagjöf hér á landi. Við þurfum upplýsingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir.

Sigurður M Grétarsson, 11.2.2013 kl. 23:46

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Siggi; hvort kom fyrst eggið eða hænan.

Þarf ekki einhver að koma máli fyrir dóm, áður en dómurinn gefur út dómsorð?

Get with my friend. Ef það er skoðun Umboðsmanns Alþingis að þetta eigi að fara fyrir dóm, þá á Ríkissaksóknari að fara með málið fyrir dómsstóla.

Sigurður á ekki að fara eftir lögum?

Ef þessi sjónvarpsstöð er ólögleg þá á að loka henni alveg eins og Evrópustofu.

Auðvitað er ekkert nema áróður frá Evrópustofu enda eru peningarnir komnir frá Þýskalandi.

Manstu in the 30´s og 40´s þá ver frægur þjóverji sem bar nafnið Joseph Goebbles og Reich Minister of Propaganda in Nazi Germany.

Eplið fellur yfirleit ekki langt frá eikini.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband