Sunnudagur, 10. febrúar 2013
Framsókn: ESB-umsókn afturkölluð
Ályktun 32. flokksþings Framsóknarflokksins um Evrópumál er skýr. Flokkurinn staðfestir það mat sitt að Íslandi sé best borgið utan Evrópusambandsins og að útistandandi ESB-umsókn verði afturkölluð. Þá verði ekki sótt um aðild að nýju án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ályktunin tekur af öll tvímæli um að aðildarferlinu verði hætt þegar í stað. Að sjálfu leiðir að ekki verði farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að sækja um á ný nema að aðstæður gerbreytist. Draumóramenn úr röðum ESB-sinn telja sumir að hægt verði að bjarga aðildarferlinu með því að fá um það þjóðaratkvæðagreiðslu. Ályktun framsóknarmanna gefur ekki færi á slíkum vendingum.
Það stendur upp á Sjálfstæðisflokkinn að álykta á landsfundi sínum jafn afgerandi gegn ESB-umsókn Samfylkingar og Framsóknarflokkurinn gerði um helgina.
Íslandi best borgið utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.