Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Jón Ásgeir á sama báti og Samfylkingin
Jón Ásgeir fjármagnaði Samfylkinguna á nokkrum kennitölum þegar hann stjórnaði Baugi. Samfylkingin sér ekki fram á að eiga erindi sem erfiði í íslenskum stjórnmálum og vill þess vegna flytja fullveldið og forræði hérlendra mála til Brussel.
Jón Ásgeir unir ekki dómi Hæstaréttar Íslands og sækir með skætingi réttlætið til meginlands Evrópu.
Verði báðum að góðu.
Munur að heita Jón eða Jón Ásgeir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er stórmerkilegt að fylgjast með dómaraklíku-eineltinu á einni fjölskyldu, sem sleppir þó stærsta ræningjanum, sem er Landsbanka-Kaupþingið samþæfða!
Er ekki Samfylkingin á sama báti og Sjálfstæðisflokkurinn?
Er ekki Vinstri Grænir á sama báti og Sjálfstæðisflokkurinn?
Er ekki Framsóknarflokkurinn á sama báti og Sjálfstæðisflokkurinn?
Er ekki Hreyfingin á sama báti og Samfylkingin, sem er á sama báti og Samfylkingar-studdi Sjálfstæðislokkurinn?
Ég vona að hásetarnir á öllum þessum skipsplássum flokkanna geri sér grein fyrir hvers konar blekkingar-flokkaþvæla er í gangi.
Ekki má gleyma elítuskipulagða varadekkinu, sem hugmyndasmiðum blekkingarsmiðjunnar fannst vel við hæfi að kalla: Bjarta Framtíð!
Ég vona að vel menntaða þjóðin, með sitt innsæi og visku, þekki og skilji raunveruleikann betur en þeir sem skipuleggja stjórnmála-blekkingarleikritið!
Ef það tekst ekki hjá almenningi að sjá í gegnum blekkinguna, þá verður Ólafur Ragnar að skilgreina opinberlega, Háskólastýrðu stjórnsýslublekkinguna betur fyrir umheiminum, þegar hann hrópar hátt á torgum heimsins, að íslendingar séu svo vel menntaðir!
Hann fer nú líklega létt með það, gamli komminn á Bessastaða-bólstaðnum?
Höfðinginn sem ekki þekkir raunveruleikann hjá almenningi á Íslandi, né þá raunverulegu fátækt sem fékk, og fær enn að þrífast hér á landi, á hans forsetavakt?
Síðasta þjóðarskömm "vel menntaðrar þjóðar", er sú gífurlega umhverfismengun og vanþekking stjórnsýslunnar varðandi síldarslysin í Kolgrafarfirði!
Hvar er nú mikilvæga og heildræna Háskóla-"viskan" herra Ólafur Ragnar? Orðið er laust fyrir þig, herra forseti Íslands, til að svara þessu!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.2.2013 kl. 02:00
Vá...
ein bitur.
væntanlega Samfylkingarkona , skyld Baugs svindlurunum.
Birgir Örn Guðjónsson, 8.2.2013 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.