Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Evran er varnarlaus
Eftirfarandi er haft eftir Frakklandsforseta: Myntbandalag verður að búa yfir gengisstefnu. Sé svo ekki stýrist það af gengi sem endurspeglar ekki raunverulega stöðu efnahagslífsins.
Með orðinu ,,gengisstefnu" á Hollande við að Seðlabanki Evrópu lækki gengi evrunnar til að mæta lækkunum stjórnvalda í Japan og Bandaríkjunum á sínum gjaldmiðlum. Útflutningsiðnaðurinn í Evrópu stendur verr að vígi eftir lækkun yens og dollars.
Þjóðverjar fallast ekki á ,,gengisstefnu" í Evrópusambandinu vegna þess að undir þeim hatti felst að gengi evrunnar yrði að laga að raunverulegri stöðu þeirra efnahagskerfa sem nota gjaldmiðilinn. Suður-Evrópuríkin þurfa 40 til 70 prósent gengisfellingu til að komast úr kreppunni. Slík gengisfelling myndi valda borgarastyrjöld í Þýskalandi.
Evran er varnarlaus gjaldmiðill vegna þess að hagsmunir þeirra ríkja sem að baki standa eru svo ólíkir. Í alþjóðlega gjaldmiðlastríðinu sem nú stendur yfir mun evran tapa.
Vilja ekki gengisstefnu fyrir evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.