Miðvikudagur, 6. febrúar 2013
ESB-sinnar fatta ekki að umsóknin er dauð
Blogg Karls Th. Birgissonar, sem aðrir ESB-sinnar hafa vitnað í, sýnir svart á hvítu að samfylkingarfólk lifir í afneitum um stöðu ESS-umsóknarinnar. Bakland umsóknarinnar, sem samþykkt var á alþingi 16. júlí 2009, var kjörfylgi Samfylkingar í síðustu kosningum, 29 prósent.
Það óhugsandi að minnihluti þjóðarinnar ráði ferðinni í Evrópumálum. Samfylkingarfólk hefur haft allt kjörtímabilið til að vinna fylgi við umsóknina og notið fjármuna frá Evrópusambandinu sem rekur hér áróðursmiðstöð. Eftir því sem þjóðin hefur fengið meira að heyra um ESB verður hún staðfastari í andstöðu sinni.
ESB-umsóknina á að afturkalla og þar með er komin punktur aftan við ferlið sem hófst með svikum VG þann 16. júlí 2009. Ef þær aðstæður myndu skapast í framtíðinni að verulegur áhugi yrði á að sækja um að nýtt þá færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla.
Farsælast að hætta yfirstandandi aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er frekar þunn færsla hjá Karli.
En gefum okkur að hans hugarheimur yrði að raunveruleika, að meirihluti þjóðarinnar muni velja áframhald viðræðna. Þá telur Karl það mikla ósvinnu að flokkar sem eru andstæðir aðild leiði þær viðræður. En er það svo? Er slæmt að þeir sem í huga sér eru á móti aðild, leið viðræður við ESB?
Hvorir eru líklegri til að gera góðann díl, þeir sem eru tilbúnir að gangast að öllum kröfum ESB til að fá þar inngöngu, eða hinir sem helst ekki vilja þangað inn og setjast að samningsborðinu fullir efasemda?
Það þarf svo sem ekkert að velta þessum möguleika fyrir sér, a.m.k. ekki næstur árin. Það er einfaldlega enginn vilji hjá þjóðinni til að halda þessu áfram, hvorki undir leiðsögn Samfylkingar né annara flokka.
Gunnar Heiðarsson, 6.2.2013 kl. 12:07
Tek undir með Gunnari, það segir allt sem segja þarf og leiðir af sjálfu sér. En ef menn vilja einbeita sér að þeirri rústabjörgun sem þarf til bjargar heimillum og fyrirtækjum landsins og þar með styrkja krónuna, þá á ekki að eyða orku og tímaí áframhaldandi ESB viðræður. Þá á að hætta þeim og vinda sér í þau mál sem skipta þjóðina öllu máli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 15:32
nei Páll - umsóknin er ekki dauð - núna er bara bið eftir næstu kostningum
Rafn Guðmundsson, 6.2.2013 kl. 17:12
Bretar hræddir um auðæfi sín ESB vill að landgrunnur Bretlands sé þeirra.
Erum við ekki að bíða eftir loforði frá ESB með að fla að halda okkar auðæfum. Sjá viðhengi á grein í bloggi mínu http://skolli.blog.is/blog/skolli/
Valdimar Samúelsson, 6.2.2013 kl. 21:16
Merkilegt Valdimar, annars las ég einhversstaðar að bretar hafa kvartað yfir því að þó þeir hafi fengið kvóta frá ESB, þá hafi spánverjar og portugalir keypt veiðiréttindin til sín. Sama myndi gerast hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.