ESB-umsóknin er án lýðræðislegs umboðs

Þegar þjóðin kaus síðast til alþingis fékk eini ESB-flokkurinn í framboði, Samfylkingin, rúm 29 prósent atkvæðanna. VG, sem fékk rúm 20 prósent fylgi á grundvelli andstöðu við ESB-aðild,lét Samfylkinguna kúga sig til að samþykkja að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

ESB-umsókn Samfylkingar var umboðslaus frá upphafi. Ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu þeirri tillögu að spyrja þjóðina álits, en tillagan var lögð fram á sumarþinginu sem samþykkti aðildarumsóknina.

Eftir því sem umræðan eykst um Evrópumál þá verður andstaða þjóðarinnar við aðild staðfastari. Eina rökrétta niðurstaða málsins er að afturkalla umsóknina. Það er seinni tíma mál hvort ESB-aðild kemst aftur á dagskrá stjórnmálanna.

 


mbl.is Umræðan um ESB á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband