Þriðjudagur, 5. febrúar 2013
ESB þolir ekki frjálsa umræðu
Evrópusambandið er ekki stofnað í þágu lýðræðis heldur sem valdastofnun meginlandsríkjanna þar sem ráða átti málum til lykta á bakvið luktar dyr. Ítrekað sýnir ESB vanþóknun sýna á lýðræðislegum meginreglum, t.d. með því að láta kjósa upp á nýtt þegar ekki fæst ,,rétt" niðurstaða í kosningum.
Með því að eyða stórfé í að njósna um pólitíska umræðu staðfestir Evrópusambandið ólýðræðislega starfshætti. Evrópusambandið getur ekki komið til dyranna eins og það er klætt heldur verður sambandið að vinna á bakvið tjöldin til að fegra ímyndina.
Klunnalegir tilburðir Evrópusambandsins til að uppræta frjálsa umræðu verður aðeins til þess að auka tortryggnina gagnvart sambandinu.
Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.