Árni Páll veðjar á svik Sjálfstæðisflokksins

Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingar veðjar á að forysta Sjálfstæðisflokksins svíki flokkssamþykktir og yfirlýsta stefnu og gangi að Evrópustefnu Samfylkingar að loknum næstu kosningum.

Eina leiðin til að Sjálfstæðisflokkurinn verði trúverðugur í næstu kosningum er að landsfundur flokksins bæði handjárni forystu flokksins og setji á hana fótakefli. Að öðrum kosti fær sá orðrómur byr undir báða vængi að Árnir Páll og Bjarni Ben hafi samið um ríkisstjórn þar sem áfram verður haldið með ESB-umsókn Samfylkingar.

Að öðru leyti er kjör Árna Páls stórsigur fyrir VG sem munu ákaft biðla til vinstrimanna í Samfylkingunni sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk með frjálshyggjumann sem formann. 


mbl.is „Stríðsrekstur ekki til árangurs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Glöggur að vanda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2013 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband