Föstudagur, 1. febrúar 2013
SA vill nýja útrás á grunni blekkinga
Samtök atvinnulífsins eru með sama mannskapinn og í útrásinni. Áhöfnin lærði ekkert af hruninu og vill endurtekningu á offjárfestingum þar sem skattfé er einkavinavætt. Áróðursbragð samtakanna er að krefjast þess í nafni atvinnusköpunar að fá aðgang að skattfé almennings.
Staðreyndin er sú að það er ekkert atvinnuleysi á Íslandi sem heitið getur. Allir sem vilja geta fengið vinnu enda megnið af þeim 4-5 prósentum sem eru á atvinnuleysisskrá þar af félagslegum ástæðum.
Ef farið yrði að tillögum Samtaka atvinnulífsins væri efnt til þenslu sem ávallt endar með ósköpum, spurningin er bara hvenær. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um opinbera fjármögnun á þenslu í hagkerfinu víti til að varast.
5.000 störf þýða 20 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Slæmt ef þú gengisfellir svona góða pistla með óröstuddum fullyrðingum. Hér er gríðarlegt atvinnuleysi, viðvarandi atvinnuleysi. Þekki margt vel menntað fólk sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma, rétt eins og ég. Hvaða fjandans félagslegar ástæður valda atvinnuleysi, er eitthvað að manni?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.2.2013 kl. 13:06
Mér skilst það sé þekkt í allri hagfræði, þegar kreppa er á ríkið að þenjast út, þegar það er uppgangur á ríkið að draga sig saman.
Núna er tíminn til að framkvæma það sem framkvæma þarf.
Auk þess er nánast geðveiki að setja skatt á fyrirtæki sem hvetur þau til að vera með sem minnst af fólki í vinnu.
Teitur Haraldsson, 1.2.2013 kl. 13:08
Það er mun meira atvinnuleysi en er skráð, margir eru komnir á sveitafélögin og margir hafa flúið land.
Auk þess eru margir sem og komnir í örorkupakkann, þ.e það er búið að skemma duglega vinnandi menn til frambúðar.
Teitur Haraldsson, 1.2.2013 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.