Vantraust eða landsdómur

Ríkisstjórnin var í tvígang gerð afturreka af þjóðinni í Icesave-málinu. Heitstrengingar ráðherra um að allt færi í kalda kol ef þjóðin samþykkti ekki Icesave, bæði í fyrri atkvæðagreiðslunni og þeirri seinni, reyndust blekkingar af verstu sort.

Með því að alþingi samþykki vantraust á ríkisstjórnina er pólitísk ábyrgð staðfest hjá þeim hana bera. Þverskallist meirihluti þingsins við að vísa ábyrgð til þeirra sem hana eiga að bera verður að grípa til annarra ráða.

Ef vantraust nær ekki fram að ganga verður nýr meirihluti í vor að hefja ferli sem miðar að því að draga ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. fyrir landsdóm. Fordæmi er komið fyrir því að virkja landsdóm.


mbl.is Vantraust í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ein stærsta misbeiting framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi og þjóðinni var þegar Steingrímur J. laug að Alþingi 4. eða 5. júní 2009 að ekki væri verið að ganga frá samningi (sem skuldbindi ríkiö), en skrifað var undir hann 5. júní 2009, innan við sólarhring síðar! Síðan þegar birta átti Alþingi samninginn til skoðunar og höfnunar eða samþykktar, þá var þinginu ekki birtur samningurinn, fyrr en innanbúðarmanni í kerfinu blöskraði og ég fór með afrit í RÚV eftirmiðdaginn 17. júní 2009.

Steingrímur J. braut þarna öll helstu lög um þetta efni, sem sýnir lögleysu samningsins. Samfylkingarþingmenn voru tilbúnir að skrifa undir hann óséðan. Raunar hefur Jóhanna líklega skrifað undir allt óséð á forsætisráðherraferli sínum, að því er virðist.

Ívar Pálsson, 30.1.2013 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband